Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 61

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 61
JÐUNNj Woodrow Wilson. 299 Vs miljón og má auka hann upp í 1 miljón, ef þörf gerist. Her þessi er nú æfður í risavöxnum herbúð- um, er líkjast borgum, auk þeirra 45,000 ungra manna, er gerst hafa sjálfboðaliðar. 22 þús. flugvéla er verið að smíða og æfa 100 þús. flugmanna. Og auk alls þessa er hergagna-framleiðsla rekin i stærri stíl en nokkru sinni áður, en til þessa alls varið fjár- Upphæðum, er manni sundlar við. Alls hafa verið veitt 3,400,000,000 sterlingspunda til stríðsins og gerðir samningar um önnur 500,000,000 sterl.pund, og þar af að eins 200,000,000 til venjulegra útgjalda. Og í öllu þessu hefir Wilson og enginn annar verið lífið og sálin. Vitanlega hefir hann marga ágæta hjálp- armenn og meðal annara ríkisbrytann, Mr. Hoover, sem vér fslendingar eins og aðrar hlutlausar þjóðir «igum mest undir um matarkaup. Þetta er talinn mesti viðskiftasnillingur Ameríkumanna og stóð lengi fyrir hjálparnefnd þeirri, er útvega átti Belgum mat- vseli; en nú hefir Wilson tekið hann í sína þjónustu °g ríkisins og sér ekki eftir. Fátt hefir farið í handa- skolum, en flest ágætlega af hendi Ieyst, og Wilson hefir sýnt, að hann er öllu þessu vaxinn. Enda eru °ú jafnt fjandmenn hans sem vinir farnir að dást að fionum, þótt mörgum, sem ekki skildu rás viðburð- ^nna, þætti kynlegt, hversu skjótt hann, friðarforset- u,n, skyldi verða að einum aðalforkólfi ófriðarins. ,n þrátt fyrir megna mótspyrnu hefir hann haft alt s,tt fram, og þótt Bandaríkjamenn fagni nú engan 'eginn ófriðnum, eru þeir húnir að sætta sig við ,:,nn. Jafnvel friðarpostulinn Bryan hét þegar í sept- ember f. á. fylgi sínu; og síðan má heita að allir, sem eru ekki beint á bandi Þjóðverja þar í landi, ylgi forseta sínum einhuga. Og það er eindreginn asetningur þeirra að hætta ekki fyr en yfir lýkur. f ótt mörgum þyki þetta nú gott bæði þar í álfu °8 annarsstaðar og menn dáist nú orðið að liam-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.