Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 67

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 67
IBUNN1 Síöasti engillinn hans Antonio Allegri. 305 liingað á þessum líma?« spurði Taddeo og dró dreng- inn með sér inn í klefann. »Mikla óhamingju hefir nú að höndum borið«, sagði drengurinn grátandi, »faðir minn er í dauðans greipum, og ef nokkur niannleg hjálp getur gagnað, þá getið þér hjálpað honum, æruverði faðir. — Ó! í guðs bænum farið þér, flýtið þér yður og komið með mér«. »En hvað hefir komið fyrir? Hann getur ekki verið svo langt leiddur, þvi fyrir fáeinum dögum sá ég hann hraustan og heilbrigðan«. »Hann þjáist meira á sál en líkama«, svaraði unglingurinn. »Segðu mér, hvað það er, sem að honum gengur«, sagði Taddeo, »ég þekki stæri- læti föður þíns; vel gæti verið, að hann þegði yfir því, er mér riði mest á að vita«. »Jæja þá, yður mun vera kunnugt, að alt af hefir verið þröngt í búi hjá föður mínum, en síðustu tvo mánuðina höfum við átt við sárustu neyð að búa. Eftir að við smátt og smátt höfðum fargað öllu þvi, sem við áttum til, þá var okkar síðasta von eftir og það var lítið málverk eftir föður minn. En fyrir fám dögum tók okurkarl ookkur málverkið frá okkur og bar það fyrir, að faðir minn skuldaði sér fjóra dali. Nú var úti um °kkur. Bakarinn vildi ekki framar láta okkur fá hrauð, og meira að segja mjólkurkonan, hún Bolog- ^etta, neitaði okkur um mjólk, sem er sú eina nær- lng, sem minslu systur mínar, Agnes og Veroníka, flafa haft upp á síðkastið og því grétu þær af hungri. 1 egar faðir minn gekk út úr málarastofu sinni í gær, kastaði hann til okkar barnanna fáeinum brauð- nrolum sem merki þess, að hann hefði ekki annað gefa okkur að borða, og sagði um leið: »Hafið þetta í bráðina og látið ekki hugfallast. Ég fer nú til Parma til að heimta þar inn útistandandi skuld, og þegar ég kem til baka, höfum við nóg að lifa af og getum boðið fátæktinni byrgin um nokkurn tíma, 8uð annist ykkur á meðan«. Þegar liann hafði þetta Iðunn III. 20

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.