Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 78
316 Matth. Joch.: Til Bjornstj. Bjornson. [ IÐUNN ljögur erindi úr hinu fagra kvæði Bjornson's: »Over de hoje fjelde«. Svo orti ég erindin um á islenzku. Og nú — þegar ég fór yfir þau, eftir margra ára gleymsku — vaknaði sú löugun hjá mér að senda skáldmæringnum há- aldraða kvæðið. Datt svo í hug, að »Iðunn« kynni að vilja koma þvi til skila fyrir mig«. — »Iðunni« er þetta sérstök ánægja.] Undrast ég, hvað þú eygðir um síð ofar fjöllunum háu. Sástu þar einungis hörku og hríð? Hvað varð af þinni grænu hlíð? Skyld’ ’ana hamrarnir hrséða Heljar-fjallið að klæða? Hvað barstu hraustum örmum á ofan af fjöllunum háu? Hvað sá örninn með hvassasta brá? Hvað færði’ hann ungunum sínum smá? Var það löngunin ljúfa, en listin ekki — að fljúga? Fanst þér ei ömurleg auðnin grá uppi á fjöllunum háu? Fánýt æskunnar þrúðga þrá þroskuðum manni, er að eins sá flökin úr lifsins íleyi fljóta á dauðans legi? Eitt sinn kemslu þó alla leið upp yfir fjöllin háu. Loks verður öllum sú gatan greið — Guð faðir sjálfur í dyrunum beið. — Hann lokar ei ljóssins geimi, ljós meðan sálirnar dreymir. /Jónas Jónasson þýddi lausl.]

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.