Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 80
318
Lyga-Mörður.
[IÐUNN
peirra, Flosi og Mörður og margt fleira fyrirmanna sitja að
boði. Leikmótið í nánd við rjóðrið i 'skóginum á að sýna,
hversu bjáit hefði getað orðið yíir lífinu liér á landi, ef
menn hefðu kunnað að lifa því i sátt og samlyndi. En Níð-
höggur rógs og lyga, Mörður, er nú þegar seztur að verki
og farinn að sá því úlfúðarsæði, sem á eftir að uppræta
allan þenna fagra gróður. Fer liann nú að koma þeirri
hugsun inn hjá Skarphéðni, að faðir hans hafi sett hann
sjálfan hjá með því að útvega Höskuldi goðorðið og ala á
valdafýsn hans. En Forkötlu grunar, hvað undir muni búa
og gefur hún lionum því gætur. Og enn er Mörður ekki svo
langt leiddur, að ekki mætti snúa honum til betri vegar,
eins og sjá má af orðum þeim, er hann mælir til konu
sinnar: »Ef þú hefðir ást á mér, gætu kossar þínir hrakið
hverja illa hugsun úr hjarta minu«. En hún á bágt með að
elska Mörð, því að »það er eríitt að unna svo margleitum
manni« (Det er vanskeligt at elske en Mand, som har inange
'Ansigter). Fá ilskast Mörður og honum dettur djöfullegt
ráð í hug til þess að egna þá saman Höskuld og Skarp-
héðinn, að Skarphéðinn bjóði Höskuldi fóstbræðralag. Fað
getur Höskuldur auðvitað ekki þegið, því að Mörður ætlar
að sjá um, að hann minnist þess, að Skarphéðinn varð
banamaöur föður hans.
»Og blindni og hatur héldu ráð« —; en nú kemur hinn að-
iljinn, ímynd friðarins og föðurlandsástarinnar, Njáll, fram
á sjónarsviðið. Hann lieldur nú, áður en hann kveður þau
Höskuld og Hildigunni og býst til heimferðar, ræðu þá yfir
öllum veizlugestunum, sem á að lýsa innræti hans og fram-
ferði og gerir hann að sannnefndum friðarhöfðingja. Par
eð nú ræða þessi cr svo fögur og virðist þar að auki runnin
undan lijartarótum skáldsins sjálfs, get eg ekki staðist að
snara henni, þótt ekki sé nema á lélegt íslenzkt mál, því
að ekki veit ég, hvernig höf. mundi sjálfur vilja semja
hana á íslenzku.
Ræða Njáls: — »Þau hin gömlu goðin, sem ég og þessi
þjóð hefir trúað á, þeir Oðinn, Pór og Baldur — og öll
höldum vér minning þeirra í lieiðri — kendu oss, að hverj-
um þeim, er vandur væri að virðing sinni, bæri að hefna
hvers þess vígs, er tæki til sjálfs hans eða ættar lians. En
hin nýju goðin, sá hinn þríeini guð, sem vér nú tignum,