Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 82
320 Lyga-Mörður. 1IÐUNN athafnir hvers eins verða lýðum ljósar. [Gengur að borð- inu og hefur hornið á loft.] — Full árs og friðar!« Síðan fara þau Njáll og Bergþóra lieim úr boðinu. En nú koma þau Þorgerður — ímynd hefnigirninnar — svo og Mörður og Skarphéðinn fram á sjónarsviðið. Skarphéðinn býður Höskuldi fóstbræðralagið. En þá hrópar þræll Marðar að baki: »Hver vó Fráin?« Og þá getur Höskuldur auðvitað ekki þegiö það. En Skarphéðinn þykkist við, ogþeirNjáls- synir og konur þeirra fara heim úr boðinu. Annar þáttur hefst i hlöðunni að Bergþórshvoli. Elur Mörður þar á róginum við Njálssonu og spanar þá Skarp- héðinn til að vega Iiöskuld. Segir, að Höskuldur muni bafa ætlað að brenna þá inni að boðinu, og að hann hafi falast eftir Rimmugýgi, er Mörður spurðist fyrir um sölu á goð- orðinu, þótt Höskuldur segði, að liann liefði aldrei falast eftir exi Skarphéðins. Jafnframt elur Mörður á þvi, að Njáll hafi afrækt Skarphéðinn fyrir Höskuldi. Pá ganga þau Njáll og Bergþóra í hlöðuna og eru orðræður þeirra Njáls og Marðar aðdáunarverðar. Mörður: »Enginn mundi reyna að slökkva eld með vatni úr brunni Njáls, ef fóstursonur hans hefði tendrað hann«. Njáll: »Smjaðrarinn ber hunangið á tungu sér, en eitur öfundarinnar í hjarta sér«. Mörður: »Pó er skárra að þola öfund vinar síns, en afrækslu föður síns«. Bergþóra: »Pegi þú, Loka bur!« Pá eru samræður Njáls og Bergþóru ekki síður, þá er hinir eru gengnir út og Njáll lýsir því í hinum hjartnæmustu orðum, að hann hafi ein- mitt fóstrað Höskuld til þess að tryggja friðinn og líf þeirra í landinu. En Bergþóra dregur taum Skarphéðins, og það verður úr, að Njáll fer til fundar við Höskuld til að falast eftir goðorðinu. Pá hefst hinn örlagaþrungni þriðji þátlur, er byrjar á aðdáanlegri lýsingu á ástum þeirra Höskulds og Hildi' gunnar. Biður hún Höskuld að fara varlega og ríða ei ein- samall um héruð. En þá kemur Njáll og hann fær loks talið Höskuld á að sclja goðorðið i sinar hendur, en taka í staðinn annað goðorð í átthögum Hildigunnar. Hildigunni þykir fyrir um þetta, en sættir sig þó við það, er Hösk- uldur segir, að fyr muni hann láta lífið en bera vopn á Njálssonu, jafnvel þótt hann eigi lífið að leysa. Svo fylg*r hann Njáli á braut og er — veginn.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.