Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 4
162 Tveir konungar. 1ÍÐUNN sínu og hermdarverkum og elska hverir aðra eins og bræður. Hann huggaði þá, sem hreldir voru i hjarta sínu, og hjálpaði þeim, sem sjúkir voru og hjálpar- vana. Og þó var hann krossfestur og deyddur. Ekki hafði hann rist nafn sitt á hamraveggina. Og þó lifir það enn í hjörtum manna. Ekki hafði hann heldur látið reisa sér leghöll neina. Og þó eru hon- um reist fleiri eða færri hús í hverri borg, í hverri sveit með krossmarkið á tindi. Og enn eru honum haldin jól með kristnum mönnum. Af þessu megið þér sjá, að máttur hins góða er meiri og varanlegri en allur hergnýr og öll herfrægð veraldarinnar; að ljós gæzku og mildi lifir lengur en allir skotblossar og herbrestir heimsins. Óttist því ei, að gæzka og göfuglyndi sé til einskis. Sérhvert mildi- ríkt orð, sérhver ósérplægin athöfn ér ódauðleg. Hún sigrar háðung og spott andstæðinga sinna. Hún lifir í hjörtum annara sem heilagur jólaeldur. Og þótt kristnir menn myrði hverir aðra og drepi, knékrjúpa þeir þó þeim, sem á krossinum dó, fyrir kærleiks- boðskap hans. En kinnroða hljóta þeir að bera fyrir trú sína á þann, sem þeir telja mestan og beztan allra manna. Og kristni-nafnið ættu þeir að réttu lagi ekki að bera. Staka. Bera á vörum helgust heit hræsnarar allra þjóða, rjóða í blóði »bræðra«-sveit bandalagsins góða.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.