Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 8
166 Georg Brandes: [IÐUNN rekið námurnar forstöðumannalauslr. Vanti þá, verður eigi unnið, og þér sveltið lil bana ásamt konum og börnuni sem og þúsundum saklausra borgara. Viðvörun sú, sem ég beini til ykkar, kallar ykkur til hyklausra starfa. Með því eina móti megið þér vænta að- flutninga á matvælum og þolanlegs verðlags, að þér vinniö betur en fyrir styrjöldina og sláið af kröfunum. Þar sem ég hefi látið lífið ykkar vegna, þá sjáið til með konu minni og börnum, svo fremi sem þau skyldu komast á kaldan klaka fyrir heimsku yðar. Borsigwerk, 1. jan. 1919. Jokisch. 3. Ein af ástæðunum fyrir því, að alstaðar er myrt, er æsing sú, sem blöðin koma af stað, sumpart móti þjóðum, sumpart móti stéttum manna og sumpart einstaklingum. Auðvitað er gerómögulegt að segja, hversu mörg °/o af manndrápum þeim og slysavígum, sem orðið hafa síðastliðin 5 ár, eiga rætur sínar að rekja til blaðagreina, sem að sumu leyti eru æsandi, að sumu leyti stórkostlegar ýkjur eða hreint og beint upplognar — blaðagreina, sem sprottnar eru af margskonar halri. En hitt er víst, að svo framarlega sem hægt væri að reikna þetta út, mundi talan vekja bæði undrun manna og skelfingu. Vígið á forsætisráðherranum í Bæheimi, Kurt Eisner, má taka sem dæmi. Maður þessi, sem mjög lítið hefir verið getið um í blöðum Norðurlanda, var mikilhæfur maður. Hafði hann verið ofsóttur áratugum saman, en alt um það barist ótrauður fyrir hugsjónum sínum. Síðastliðið ár komst hann loks til valda í föðurlandi sínu. Hann kom úr haldi til þess að taka við forsætisráðherra- embættinu. En þegar svo var komið, þá var hann ofsóltur,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.