Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Síða 10
168
Georg Brandes:
LIÐUNN
algerlega sama um róg manna, en kona hans stóðst
aldrei reiðari heldur en þegar talið beindist að mönn-
um þeim, sem voru honum fjandsamlegir og bak-
nöguðu hann. En þegar ræðu þeirra kom þar niður,
að talið snérist að framtíð Þýzkalands, þá lét hann
uppi fullan trúnað um framtíðarfyrirætlanir sínar.
Fréttaritarinn segir, að afturhaldsmaðurinn, bæ-
heimski samgöngumálaráðherrann, Heinrieh von Frau-
endorfer, mótstöðumaður Eisners, haíi fyrstur manna
gefið sér rétta hugmynd um mann þann, sem svo
miklar deilur höfðu risið út af. Hafði Eisner látið
ráðherra þennan halda embættinu, enda þótt liann
hefði gegnt því á tímum gömlu stjórnarinnar, af því að
enginn var því eins vaxinn, að hans dómi. »Eisner«,
sagði Heinrich von Frauendorfer, »er einn af mikil-
hæfustu mönnum Þýzkalands. Hann heíir einbeittan
vilja; að minni skoðun er hann ekki stjórnsamur vel,
en hann er spámaður, hugsjónamaður og leiðtogicc.
Ritari sendiherrasveitar þeirrar, sem Ukraine sendir
nú til Englands, maður mjög merkur, lýsti honum
nákvæmlega eins fyrir mér í gær. Hafði hann fyrir
10 árum dvalið í Þýzkalandi og þá heimsótt Iíurt
Eisner og sagði, að sér mundi aldrei úr minni líða,
hversu áhrifaríkur og andríkur hann var.
Fréltaritari Manchester Guardian skrifar: »Bæði vinir
og óvinir Eisners höfðu sagt mér, að enginn hefði
eins mikið taumhald á alþýðu manna í Þýzkalandi
og hann. Mér varð þetta fyrst ljóst, þegar ég stóð
augliti til auglitis við hann í embættisbústað hans í
höll utanríkismálaráðherrans. Eg hefi aldrei séð al-
varlegra andlit, né ásjónu, gersneyddari eigingirni og
persónulegri fordild«.
Eisner var maður grannvaxinn og fölur yíirlitum.
Stefnuskrá hans var víðtæk, en til þess að komast bjá
borgarastyrjöld, hugðist hann að koma breytingun-
um á smátt og smátt. í fyrstu yfirlýsing sinni 8. nóv.