Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Síða 18
176
Georg Brandes:
IIÐUNN
Hindúar. Auðvitað vita menn jafnlítið um það, sem
skeður í Indlandi eins og annarsstaðar, meðan rit-
skoðun rfkir í Európu, Asíu og Afriku. Það eitt verð-
ur með vissu greint, að ókyrðir og uppreistartilraunii'
gerast nú einnig með vopnlausum þjóðum.
7.
þegar gerður er samanburður á starfsemi manna
þeirra, er nú fjalla urn friðarskilyrðin í París, og
störfum þeirra, sem sæti áttu á Vínarfundinum al-
kunna 1814, skynja menn bezt, hve Európu hefir
farið aftnr um alla kurteisi.
Sigurvegararnir, sem þá voru, Austurríki, Rússland,
Prússland og England settu þingið með þeirri óbifan-
legu ákvörðun, að þeim, sem lotið hafði í lægra haldi,
þá Frakkland, skyldi með öllu fyrirmunað að taka
þátl í samningunum. En fulltrúi Frakklands, Talley-
rand, fékk því fram komið, að 4 önnur riki, Spánn,
Portúgal, Svíþjóð og Frakkland fengu jafnan rétt og
jöfn atkvæði, þegar til úrslita kom. Jafnframt fékk
hann komið því til leiðar, að tignarmunur var eng-
inn ger milli ríkjanna, en stafrófsröð látin ráða, þann-
ig að Auslurríki (Autriche) liafði stjórn málanna á
á hendi, þar sem Metternich var. Eins og alkunnugt
er, var góður félagsskapur með fulltrúunum, og hitt
er eigi siður kunnugt, að franski fulltrúinn var þar
hrókur alls fagnaðar.
Menn beri nú þetta saman við það, sem nú á sér
stað: — algera útilokun Þýzkalands og Rússlands
frá inngangssamningunum.
Það, sem vér nú erum vottar að, er undirbúning-
ur yfirborðsfriðar — falsfriðar. Tilraunir þær, sem
verið er að gera til heimsbyltingar, og óánægja sú,
sem býr undir niðri með öreigalýð landanna, mun
að engu gera falsfrið þennan.
Að svo miklu leyti, sem séð verður, er skoðun