Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 21
IÐUNN] Falsfriður. 179 cratic Control hefir afkastað. Hefir það félag starfað frá öndverðum ófriðnum, þrátt fyrir þá ósegjanlegu örðugleika, er ritskoðunin og einkum styrjaldarlög- gjöfin leiddu af sér. Pað er fegursti afspringur póli- tískrar eriðasnilli, sem ber félag þetta uppi. Það er úrvalslið enskrar réttlætismeðvitundar, er berst þar gegn yfirgnæfandi meirihluta. Nafn E. D. Morels er þar þó langsamlega efst á blaði. Eins og það, sem með Englendingum telst karl- mannlegt, birtist hjá þessum alt of fáu mönnum, birtist það, sem í enskri þjóðarmeðvitund er kven- legt og brjóstgott í starfsemi annars félags Fight the famine Council, sem að vísu er ungt, en alt um það engu síður virðingarvert. Formaður þess er Parmoor lávarður, sem nú fyrir skemstu stýrði fundi þeim í London, er mótmælti morðunum í Pinsk. í stjórn fé- lags þessa eru meðal annars tvær konur. í einkabréfi frá félagsstjórninni, Bank Cliambers, 329 High Holborn, London, W. C. 2, standa þessi eftirminnilegu orð: »Vér erum oss þess meðvitandi, að ef alþýða manna á Englandi hefði glögga lrug- mynd um, hvað gert er í hennar nafni, og um bættu þá, sem henni er sjálfri búin og rætur sínar á að rekja til hungurdauða og atvinnuleysis þess, sem öú rikir víða í Evrópu, mundi með engu móti unt að halda hafnbanninu stundu lengur«. Fara hér á eftir nokkur sýnishorn af opinberum áskorunum félagsins: Með hverjum deginum, sem líður, eykst liungursneyðin i mörgum löndum. Meðan stjórnmálamennirnir eru að halda ræður í París, deyja menn, konur og börn. Hafn- banninu er haldið við af pólitískum ástæðum. Sjáið á því, sem á eftir fer, hvað fram er að fara: Rúmenía er að leggjast i auðn vegna sultar. Bændurnir draga fram lífið með því að éta rætur. »Fósturjörð min«, Segir bréfritari einn, »fer algerlega á mis við föt, fæði og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.