Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 25

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 25
SÐUNN| Andrew Carnegie. 183 var heldur ekki betur. Pví tóku þau sig upp og fóru til Ameríku árið 1848, þegar gullfréttirnar frá Calí- forníu bárust fyrst til Evrópu. Flestir hinna ame- ríksku auðkýfinga, svo sem Rockefeller, Morgan og Harrison stóðu á gömlum merg, er þeir hófu auð- söfnun sina, en Carnegie byrjaði á nástrái. Og hann hóf göngu sína í hinum nýja heimi á sama hátt og í hinum gamla. Vefarasveinninn frá Dunferm- line hélt áfram iðn sinni í baðmullarverksmiðjum Pitlsborgar. En þetta var nú einmitt á uppgangsárum Penn- sylvaníu, og Carnegie fór nú líkt og mörgum inn- ílytjendum vestur þar. Þeir koma þangað járnsmiðir og verða að sætabrauðsbökurum að viku liðinni. Sveinninn Carnegie tók að guma af uppgötvun einni, •er hann hafði gert í vefaraiðninni; en áður en hann var búinn að sýna hana öllum í verksmiðjunni, var hann orðinn að simasendli og skömmu síðar að símamanni. En það stóð heldur ekki nema stutta stund. í simaþjónustunni kyntist hann Tómasi A. Scott, forstjóra Pennsylvaníu-járnbrautanna; en þessi maður, sem þá var að koma skipulagi á austur- braulirnar, sá þegar hvað í drengnum bjó, svo fast- myntur sem hann var og skjótráður. Hann gerði liann því fyrst að einkaritara sínum og síðan að yíirfor- stjóra allra járnbrautanna. En þá var Carnegie kom- inn inn á þær brautir, sem hann yfirgaf aldrei síðar ng lágu beint að öndveginu. En mestu undrin voru þó það, að þessi drengur, sem naumast var læs og skrifandi, þegar hann kom til Ameríku, varð að vel nientuðum manni á fám árum, þótt hann hefði ærin nll að starfa. En ráðningin á þeirri gátu var sú, að hann þegar frá upphafi fór vel með tímann. Hann slcifti hverjum sólarhring í 10 stunda vinnu, 6 stunda svefn og 8 stunda sjálfsnám. í Pittsborg var gott bókasafn og það, sem hann þar fékk lært og numið,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.