Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 28
18G Andrew Carnegie. | IÐUNN að verkamenn gætu fengið sæmilega borgun fyrir starfa sinn. Ekki skulu þessi rök brotin til mergjar hér. En eitt er víst, að þótt Carnegie auðgaðist stór- um á þessu sem öðru, sem hann tók sér fyrir hend- ur, þá hafði hann fullan skilning, og hann göfugan, á því, hvaða skyldur auðurinn legði auðmönnum á herðar. Hann lýsti þessu i riti einu, er kom út 1894 og vakti mikla eftirtekt um endilanga Ameríku. Og þegar hann seltist í helgan stein 1899, tók hann að sýna það í verki, að honum var bláber alvara. Skoðun hans á auðmönnunum er sú, að þeir hafi að eins auð sinn að léni, og að þeim beri því skyldu til að skila honum aftur á sem heillavænlegastan hátt til mannfélagsins, áður en þeir deyi. Og eftir þessari kenningu sinni hefir bann nú lifað fram til síðustu stundar. Af þeim 1200 milljónum króna, sem auður hans var metinn, er hann gekk úr »Stálhringn- um«, liefir liann nú gefið burt og ánafuað hvorki meiru né minna en 900 milljónutn króna til bóka- safna, háskóla, verkamanna-trygginga og hins svo- nefnda »Hetju-sjóðs«, er menn geta unnið til verð- launa úr, fyrir auðsýnda hugprýði í að bjarga lífi annara manna á friðar-tímum. Og friðurinn, heims- friðurinn, var önnur aðalhugsjón Carnegie’s. Því bygði hann »friðarhöllina« í Haag, þar sem hann vildi, að allar þjóðir gerðu út um deilumál sín með gerðnrdómum. Og alt vildi hann til vinna til þess að »Bandaríki Evrópu« kæmust á í líkingu við Bandaríkin í Ameríku. Honum var því hin mesta raun að Evrópu-ófriðnum mikla. En ekki glataði hann samt trúnni á það, að þeir tímar kæmu, að þjóðabandalagið kæinist á. Fæðingarbæ sínutn Dunfermline gaf hann undur- fagran aldingarð og — bókasafn; og í Pennsylvaníu stofnaði hann bæ, sem ber nafn hans, og byggja hann nú 15000 sálir. En draumur foreldra hans virð-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.