Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 33
IÐUNN] Mentamál og skólatilhögun. 191 skyld frá 10—14 ára aldurs. Á þessum árum er þeim (að nafninu til) kent: lestur, skrift, réttritun, reikn- ingur, kristindómur, landafræði, saga og söngur; sumstaðar einnig náttúrufræði, eðlisfræði, teiknun, hannyrðir og leikfimi. Eftir fermingu eru ungmennin svo ekki skyld til þess að ganga í neinn skóla né aðstandendur þeirra skyldir til að aíla þeim frekari fræðslu. Á þessu fyrirkomulagi hafa komið í ljós ýmsir gallar. Að skólaskylda byrji of snemma, er ekki víst, en líklegt. Hitt má telja víst, að námsgreinarnar eru of margar fyrir börn alment innan 12 ára ald- urs. Það tjáir ekki að miða við bráðþroskuðustu og greindustu börnin. Sjálfsagt er að kenna börnum undir fermingu, auk kristinna fræða, móðurmálið (lestur og réttritun), skrift, söng og líkamsæfingar og líklega reikning. Um alt hitt er álitamál. Aðalatriðin, sem breyta þarf við barnafræðsluna, eru tvö. Annars vegar þarf að auka fræðsluskyldu heimilanna, og fræðsluskyldu presta í kristindómi hins vegar. Margir heimilisfeður eru svo andlega sjáltbjarga og efnalega, að þeir þurfa ekki að »fara á hreppinn« með fræðsla barna sinna. Iíristindómsfræðsluna verður nú að eiga undir hinum og öðrum kennurum, sem kunna að vera duglegir að öðru leyti, en óhæfir til þess. Prest- arnir virðast ekki svo ofhlaðnir störfum, þ. e. a. s. embættisstörfum, að þeim ætti ekki að vinnast tími til þess, og trúað gæti ég því, að eins heppilegt væri að byrja sáluhirðisstarfið fyr en við fullorðna menn. Hinsvegar á að færa skólaaldurinn þannig, að fjöldi námsgreinanna byrji ekki fyr en eftir 12 eða 13 ára aldur, eða jafnvel síðar. Eftir fermingaraldur ætti unglingunum að standa opnir góðir alþýðuskólar, þar sem þeir gætu fengið fræðslu næstu árin. Á al- þýðuskólunum ælli námstíminn að vera 2 vetur, 6 mánaða kensla á vetri. Þar ætti að vera skólaskylda, þannig, að allir þeir unglingar skyldu hafa íokið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.