Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 51
IÐUNN] Mentamál og skólatilhögun. 209 yngstir við próf II. deildar. Við árspróf 3. bekkjar útskrifast nemendur að miklu leyti í 3 námsgreinum, þá að eins 15 ára yngstir. Eftir eldri reglugerðinni tóku nemendur árspróf 4. bekkjar 16 ára yngstir, og luku þá 4 námsgreinum: ensku, stærðfræði (tvö- faldri) náttúrusögu og landafræði. Tillaga mín er ekki fjarri þessu. Aðalnámsgrein í máladeild er að eins áætluð ein, enska. Það væri auðvitað æskilegast, að skólinn gæti boðið nemendum að velja um aðalnámsgrein í mála- deild, en ég gæti trúað því, að oss reyndist það of vaxið, að fullkomna skólann svo í bráðina. Hugsun mín er sú, að þegar skólanum og landinu í heild sinni vex fiskur um hrygg, verði aðalnámi bætt við í fleiri málum. Líka geri ég ráð fyrir því, að við stærstu gagnfræðaskólana verði ef til vill stofnaðar fleiri eða færri námsdeildir til undirbúnings undir stúdentspróf og mætti vel vera, að þar yrði eitthvert annað stórmálanna tekið að aðalnámsgrein. Ég get heldur ekki séð neilt því til fyrirstöðu, að utanskóla- nemendum væri gefinn kostur á þvi, þegar í stað, að velja aðalmál til prófs. 4. Námstíminn of stuttur, of lítill munur á menta- skóla og gagnfræðaskólum. Við þessari mótbáru liggja þau svör, að hækkun á aldurstakmarki og umbætur á fyrirkomulagi á að vega upp eins árs styttingu námstímans, frá því sem nú er. Á Mentaskóla yrði námstíminn 8 mán. á ári, alls 40 mánuðir, en á gagnfræðaskólum 6 mán. á ári, alls 18 mán. 5. Að stundafjöldi sá, sem ég liefi áætlað einstök- um námsgreinuin í tillögu minni (innan sviga), sé ekki hlutfallslega réttur, má vel vera, enda er það aukaatriði1). 1) Aðalmótbáran gegn fyrirkomulagi þvi, er liöf. stingur upp á, er sú, »ð liann ætlar bæði stærðfræöi og eðlisfræði of fáar stundir vikulega i 8tærðfræðideildinni. R i t s t j . Iðunn V. 14

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.