Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Qupperneq 55
iðunn | Ól. Ó. Lárusson: Sóttarflutningur. 213
fræði, umbætur smásjárinnar, tilbúningur nýrra efna
og meðala komu vextinum af stað.
Gerlafræðin hefir leitt fjöldamargt í ljós, sem menn
vantaði áður þekking á. Þar á meðal þetta, sem gert
er hér að umtalsefni.
Læknum, auk heldur leikmönnum, þótti það lýgi-
legt til írásagnar, að heilbrigðir menn bæru sóttir
yfir á aðra; og vísindamenn slóðu höggdofa og trúðu
vart sjálfum sér, þegar þeir komust að þeirri niður-
stöðu, eftir langar og ítarlegar rannsóknir. Sterkan
grun um, að þetta gæti átt sér stað, höfðu einstaka
vísindamenn fyrir aldamót, einkum Þjóðverjar; höfðu
þeir fundið vissar sóttkveikjutegundir i heilbrigðum
mönnum. Það var þó eigi fyr en upp úr aldamótum,
að farið var að gefa þessu nánari gætur, en siðan
má heita, að þekking manna á þessu sviði hafi auk-
ist árlega.
Aðalreglan er sú, að næmar sóttir berist frá þeim
sjúka til þess heilbrigða og sýki hann, og svo koll
af kolli. Þjóðbraut farsótta er venjulega krókalítil
manna í milli, eftir aðalsamgönguleiðum á sjó og
landi. Til eru þó ýmsar kenjakindur í farsóttaliópn-
um, sem ekki fylgja þessari meginreglu, en fara auk
þjóðbraularinnar ýmsar ólíldegustu krókaleiðir, enda
þarf skolla ekki ráð að kenna; er þá oft erfilt að
veila þeim eftirför. Sem betur fer, eru eigi margar
farsóttir slíkar kenjakindur, enda væri þá erfitt að
stemma stigu fyrir þeim. Það varðar miklu, að gera
hvorki úlfalda úr mýllugunni né mýflugu úr úlfald-
anum, þegar um sótthurð af völdum lieilbrigðra er
að ræða. Það er undantekning frá reglunni. Þó skiftir
sú undantekning svo miklu máli, þegar um vissar
sóttir er að ræða, að sé hennar eigi gætt, verður
sóttvarnarbaráttan tóm vindhögg út í bláinn.
Þær sóttir, sem menn þekkja orsakir að og berast
með heilbrigðum, eru einkum þessar: taugaveiki,