Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 56

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Page 56
214 Ól. Ó. Lárusson: 1IÐUNN barnaveiki, blóðkreppusótt, kólera og heila- bólgufaraldur. Síðastgreindar sóttir eru erlendar. Ströng og árvökur sóttvörn gagnvart útlöndum getur bægt þeim frá. Taugaveiki og barnaveiki eru á hinn bóginn landlægar sóttir hér á landi, og þær skifta hér mestu máli. Altaf blossa þær upp árlega ein- hversslaðar í landinu, og enn heíir eigi verið unt að útrýma þeim. Þær eru báðar mestu óskepnur og kenjakindur að þvi leytinu til, að heilbrigðir menn, ýmist þeir sem hafa haft þær áður, eða jafnvel þeir sem aldrei hafa sýkst af þeim, öðruvísi en þá svo vægt, að því hefir enginn gaumur verið gefinn, geta orðið svonefndir sóltberar, þ. e. ílytja orsök sólta þessara, sóttkveikj- urnar, manna á milli; geta þeir þá ýmist sýkt þá, sem sóttkveikjurnar fá frá þeim, ef góð og hagkvæm skilyrði eru fyrir hendi, eða þeir, sein sóttkveikjurnar liafa fengið í sig, orðið líka að sóltberum, án þess að kenna sér meins, og llutt sóltina yfir á aðra. Pað er enginn hægðarleikur að hafa hönd í hári slíkra flökkukinda, sem sóttir þessar eru, þar eð þær dylj- ast oft á ólíklegustu stöðum, enda hefir eigi verið unt til þessa að gera þær landrækar, og reynsla stærri og smærri þjóða er alveg á sömu lund. Sóttir þessar eru því nær alstaðar landlægar. Þær liggja stundum í launsátri á einstaka heimilum í sumum sveitum, eða í bæjum, jafnvel svo árum skiftir og áralugum; sótlarfaraldrar því raklir þangað, á slundum til mjmd- arheimila, og hefir enginn til skamms tíma skilið í því, hvernig í þessu liggur. En orðin: »taugaveikis- bæli« og »barnaveikisbæli« hafa sumstaðar læst sig inn í meðvitund þjóðarinnar. Má nærri geta, hvílík raun heimilisfólki er að slíku, sem ekkert getur bein- línis að þessu gert. Héldu menn áður, að sóttkveikj- an lifði í dauðum hlutum á heimilunum. En hér eins og víðar, þegar um farsótlir er að ræða, heíir orðið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.