Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Qupperneq 60
218
Ól. Ó. Lárusson:
[ IÐUNN
um í menn. Einkum stafar mikil hætta af mjólk í
þessu efni, enda fer hún oft víðar en á heimilið. —
Eðlilega getur konan líka sýkt beint út frá sér.
Eins og vikið var að hér að framan, heldur tauga-
veiki sig á stundum á vissum bæjum hér á landi,
gerir þar vart við sig, ýmist oftar eða sjaldnar, ár-
lega eða með árabilum, og þess á milli þykjast
menn geta rakið sóltarfaraldra þangað. Skýringin
virðist vera þessi: einhver maður á heimilinu, kona
eða karl, er sóttberi. Enginn veit, hver hann er, og
í sjálfs sín sök er margur blindastur. Þessi maður,
sem máske er sóði, sýkir gesti suma, sem að garði
bera og nýkomið heimafólk; hitt er ónæmara fyrir,
hefir ýmist fengið sóttina áður, eða sóttkveikjan er
þeim meinlaus. Sóttin lielzt við í sveitinni, sýslunni
og fjórðungnum, aldrei tekst að útrýma henni.
Á geðveikrahælum sumstaðar erlendis er taugaveiki
viðloðandi, eða hefir verið til skamms tíma, svo ár-
um skifti. Sjúklingarnir margir hverjir mestu sóðar
með sig. Nýkomnir sjúklingar og nýkomið hjúkrun-
arfólk tekur einkanlega veikina. Á síðari árum hefir
verið hafin leil eflir sótlberum þeim, sem þarna
dvelja, þeir fundist, hafðir undir ströngu eftirliti. Með
þessu móli hefir verið hægt að útrýma veikinni al-
gerlega af þessum stöðum.
í barnaveiki halda sóttkveikjurnar til í nefi, barka-
kýli og barka eða ofan til í öndunarfærum, í lcverk-
um og koki. Frá þessum höfuðbólum senda þær
eitur út um líkamann með blóðinu. Sóttkveikjurnar
berast í hóstayrjum, við linerra eða í úða, þegar
talað er eða kallað, út í umhverfið. Útgöngudyrnar
eru miklu viðari en við taugaveiki. Reynslan hefir
og sýnt, að fjöldi manna verður að sóttberum, þeg-
ar faraldur er að veikinni. Verið getur einnig, að
sumir hafi veikina svo væga, að þeir kenni sér einsk-
is meins, því veikin er oft afarfljót að skifta um