Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1920, Side 74
232 Alex. Jóhannesson. 1IÐUNN Schultz og Utzon-Frank. Tveir danskir auðmenn sjá fyrstu tilraunir hennar og bjóða henni þegar að styrkja hana til námsins. Hún fær verk sín sýnd á listasýningu Dana (Charlottenborg), áður en hún lýk- ur við skólann og nú, er hún hefir lokið náminu, bjóðast þessir sömu menn til að styrkja hana til Ítalíuferðar. Hún er draumóramanneskja og hefir einnig reynt að móta vökudrauma sína í ljóðum og ævintýrum. Lítum nú snöggvast á fyrstu verk þess- arar ungu stúlku. Sofandi drengur. Sofandi drengur er fyrsta verk hennar (1917, á Charlottenborgarsýningu 1918). Hann verður þannig til: Hana dreymir eitt sinn, að hún líti ungan dreng, fentan í snjódrífu, og er sennilegt, að ljóð Jónasar: »Fýkur yfir hæðir« — hafi liðið fyrir hugskotssjónir hennar. Hún verður svo hrifin af legu drengsins og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.