Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 5
IÐUNN
Cavalleria rusticana.
(Sveiiariddarar).
Eftir
G. Verga.
[Höfundur þessarar litlu sögu er ítalska skáldið Giovanni
Verga (f. 1840 í Catania á Sikiley). Hann lýsir bændalífi
íöðureyjar sinnar í »Novelle rusticanea, en frægust allra
sagna lians er þessi litla saga orðin. Hun hefir Ilogið á
vængjum söngsins og hljómlistarinnar um veröld víða, cftir
það er henni var snúið í söngleik og Pielro Mascagni (f.
1863 í Livorno) samdi hina ágætu, einþættu óperu við efnið,
sein liann á fám árum varð heimsfrægur fyrir[.
Pegar Turiddu Macca, sonur hennar Nunzíu, kom
heim aftur úr herþjónustunni, var hann á hverjum
sunnudegi vanur að spígspora á torginu í einkennis-
búningi abersaglierannaa1) með rauðu húfuna á koll-
inum, líkastur á að sjá spákarli, þegar hann setur
upp sölupallinn sinn með kanarifugla-búrinu. Ungu
stúlkurnar ætluðu að gleypa hann með augunum,
þegar þær voru að ganga til kirkjunnar með nefin
niðri í sjölunum, og strákarnir flögruðu í kringum
hann eins og flugur. Hann hafði líka haft með sér
pipu með mynd af konunginum á hestbaki, lifandi
eftirmynd kongsins, og hann kveikti á eldspýtunum
aftan á buxnaskálminni, um leið og hann lyfti upp
fótleggnum, eins og hann ætlaði að sparka.
En þrátt fyrir alt þelta, þá hafði samt Lóla hans
Angeló bónda ekki látið sjá sig, hvorki í kirkjunni
né á danspöllunum, þvi hún var heitin manni frá
1) Svo nefhist ein tegund itnlskra fótgönguliðssveita.