Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 106
264
A. H. B:
IÐUNN
svona. Það er uppeldinu að kenna. í stað þess að
reyna að kenna honum að horfast í augu við örð-
ugleikana og sigrast á þeim, drakk faðirinn, en þau
mæðginin, hún og Pétur, reyndu að gleyma raunun-
um með ævintýrum:
Við héldum saman í gleði og hrygð,
pvi faðir hans heilinn drakk hóílaust úr máta
með hneyksli og læti’ út um alla bygö.
Hann sóaði’ og tróð okkar sælu’ undir fót,
pá sátum við Pétur, veslingur, heima
og vissum ekki annað vænna’ en að gleyma.
Mér var altaf erfitt að standa á mót.
Mig hryllir við opnum örlagastigum;
hver einn vill nú bægja sorgunum frá sér
og koma peim sáru hugsunum lijá sér,
einn huggast við brennivín, annar með lygum.
— Við höfðum okkur nú ævintýr
með álfa, kongssyni og margskonar dýr
og brúðarrán með, en hver gat haldið,
pað helvízka skrök mundi geta pvi valdið? (p. 60).
Nú koma þeir kaflarnir úr »Pétri Gaul«, sem em
einna torskildastir fyrir dulargerfi það, sem skáldið
hefir gefið þeim — líkingarfullan þjóðsagnabúning.
Pétur er enn óráðinn og óharðnaður; hann er veill
og viðkvæmur niðri fyrir, en gáski og kæruleysi á
yfirborðinu og alt er ráð hans á reiki. En nú fer að
reyna á hann. Fyrst koma holdshvatirnar upp í
lionum og hann lætur freistast af selstelpunum, þótt
lionum bjóði við því eftir á. Pá kemur upp í honum
metnaðarhvötin; hann langar tii að fara að semja
sig að lögum og landssið og verða mikill með því
mótinu. Og þó býður honum við allri þeirri samn-
ingagerð, sem af því leiðir. Á hinn bóginn er hann
nú orðinn svo veill og hálfur, að hann þorir ekki
að etja kappi við þjóðfélagið og fara sínu fram.