Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 108
A. H. B.:
IÐUNN
26tí
vera konungborin; hún dótlir Brósa kongs, en hann
sonur Ásu og Jóns og er spaugilegt að heyra, hversu
þau fara að yfirbjóða hvort annað í mannjöfnuðinum:
Sú grœnkl.: Eg er prinsessa. Barnið hans Brósa kongs.
Pétur: Ég er barnfæddúr prins. Sonur Ásu og Jóns.
Sú grœnkl.: Reiðist hann faðir minn, rifna fjöll.
Péhtr: Ríflst hún mamma, pá lirynja þau 611 — (p. 72).
Svo fara þau að segja frá því, hvað alt sj'nist
fallegt hjá þeim, þólt það í raun réttri sé skitið og
Ijótt, og kemur þeim þá saman um, að þau hæfi
hvoit öðru eins og »brók og læri«. Kallar þá sú
grænklædda á »brúðfák« sinn, og er það feikna-mik-
ill grís, sem rennur úr fjallinu. Setjast þau nú bæði
á bak, en Pétur slær upp á og segir;
Á reiðskapnum kcnnist, hvar heldri menn fara (p. 74).
Nú er Pétur kominn í bergið til Dofrans og á nú
að fara að semja sig að skoðunum, siðum og hátt-
um þursanna. Pétur mælist til mægða, en Dofrinn
leggur fyrir hann ýmsar spurningar og setur honum
ýms skilyrði, ef hann eigi að fá dóttur sinnar og
alt ríkið eftir sinn dag.
Dofrinn: Pekkirði muninn á þursa og manni?
Pctur: Par er nú líkt um, það veit ég með sanni.
Pið særið, þeir smærri, og svíðið, þeir stærri;
við sama’, ef við þyrðum, þeir lægri og hærri.
Jú, en þó er aðalmunurinn á þurs og manni þessi:
Par úti, sem nótt fyrir árdegi víkur,
er orðtakið: »Maður, ver sjálfum þér líkur«.’
En meðal vor, þar sem myrkt er öll dægur,
er máltækið: »Pursi, ver sjálfum þér nægur« (p. 77).
Petta á Pétur að innræta sér: »að vera sjálfum
sér nægur«, verða að andlegum sjálfbyrging, sem er