Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 132
290
Á. H. 13.:
IÐUNN
vaknaður, gaf hann því engan gaum, þó á hann
væri yrt, og ekki heyrði hann, þótt kallað væri,
klappað o. s. frv. Myers fór þá að tala við hann; en
hann varð bara hissa og eins og í vandræðum, velti
vöngum og spurði, hví hann léti svona. f*egar hon-
um var sagt að sofna (en það nægði venjulega til
þess að svæfa hann), hóstaði hann aðeins og líkti
eftir bendingunni, sem hatði fylgt skipaninni. En
með þvi að endurtaka orðið, þrýsta á höfuð honum
og augnalok lánaðist að koma honum afturí leiðsluna.
f*á var honum sagt, að þegar hann vaknaði, mundi
hann að vísu heyra alt, en ekki sjá neinn. En er
hann var vaknaður, svaraði hann spurningum þeim,
sem til hans var beint, en tók þó að skima í kring-
um sig til þess að reyna að sjá, bvaðan raddirnar
kæmu. Myers ávarpaði hann og rétti honum hönd
sína; þá varð Parsons ákaflega hissa. Pvinæst leiddi
bann hann til Smiths, þar sem bann stóð, og hann
rétti honum lika höndina. En Parsons stóð og glápti
í kringum sig og var eins og hann horfði langar
leiðir. Hann þuklaði nú um höfuðið á Smith, varð
mjög undrandi á svipinn og sagði: ,Ég get þreifað
á ykkur og heyrt til ykkar, en hvar eruð þið?‘ Pví-
næst fullvissaði hann okkur um, að hann hefði
aldrei reynt neitt þessu likt, gekk um gólf og velti
vöngum með hinum mesta furðusvip.
Pessar tilraunir sýna nú, hvað nema má burt úr
skynjun manna með dá-hrifum, gera þá svo að segja
bæði blinda og heyrnarlausa, og líkt þessu má fara
með önnur skynfæri þeirra.
Ofskynjanir. — Ennþá merkilegri eru þó þau dæmi
síð-hrifa (posthypnolic suggestionsJ,er hér fara á ettir.
Má þakka þau hjalpsemi fiú Ellis, Keppel Slreet 40.
Leyfði húu okkur, segja tihaunamenn, að gera til-
raunir þær, sem hér fara á eftir, við vinnukonu
sina, Zdlu.