Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 38
196
Hallgr. Hallgrímsson:
IÐUNN
því mjög óviða voru hlöður, — dytta að húsum og
flytja áburð á túnin og svo fjallskil, slátrun og skepnu-
hirðing. Fátt var látið af fé í kaupstað, fluttir máske
fáeinir skrokkar og tólg mestöll, — aidrei gærur,
sem teljandi var, því ullina þurfti að hafa heima til
tóskapar. Á haustin fóru ekki svo fáir menn til sjó-
róðra, fengu þeir skiprúm utarlega við fjörðinn þar,
sem mest var aflavon; voru þeir vanalega til jóla
og öfluðu oft mikið. Varýsan send heim, þegar ferðir
féllu, en þorskur allur hertur. — Lítið var um bygg-
ingar og voru þó húsakynni mjög bágborin, sérstak-
lega man ég eftir fjárhúsunum; þau voru flest svo
lág, að fullorðinn maður gat varla staðið uppréttur
inni í þeim og svo króamjó, að kindur komust varla
um krærnar, fyrir aftan þær sem átu. Flest voru
húsin lítil, þau stærstu tóku um 30 kindur og stóðu
þau dreif um túnin. Nú eru flest þessi fjárhús eyði-
lögð — sem betur fer — en ennþá stendur ekki
svo fátt af bæjarhúsunum, sem orðin voru gömul
fyrir 50—60 árutn síðan. Það er stór furða, hvað
þessir kofar geta staðið — hangið lengi, en enn meiri
furða er, að menn skuli nú á 20. öldinni geta gert
sér að góðu, að skríða um þessar lundaholur ár
eftir ár. Það var hvorttveggja, að oft var lítið um
trjávið í verzlunum sum árin, og svo hygg ég, að
bændur haíi yfirleitt verið frábitnir því að kosta
nokkru til bygginga, sögðu sem svo: »í*að hangir
eitt árið enn, — það má dytta að því«, og því miður
heyrist sama viðkvæðið enn, stundum af getuleysi,
stundum — máske oftar — af viljaleysi.
í sambandi við vinnuna vil ég lítilsháttar minnast
á skepnuhirðingu. Mjög lítið var þá hugsað eða talað
um kynbætur. Það helzta var samt um sauðféð, að
ala upp undan góðum mjólkurám, því hverri á var
fært frá og vildu menn því fá sem mesta mjólk.
Heldur mun hafa verið alið upp undan betri kúnum,