Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 92
250
Á. H. B.:
IÐUNN
skoðanir sínar ekki i lágina, enda komst þá alt í
bál og brand.
Með þessum fyrirlestrum sínum tók Brandes sér
fyrir hendur að lýsa afturhaldi því, er lagðist yfir
Evrópu upp úr stjórnarbyltingunni miklu, og svo
frelsishreyfingum þeim, sem aftur leiddu til febrúar-
byltingarinnar 1848. Jafnframt tók hann sér fyrir
hendur að steypa öllum hinum gömlu goðum af
stalli, að iýna allar trúar- og siðaskoðanir manna
niður í kjölinn og fá menn til þess sjálfa að fara að
hugsa um öll vanda- og vandræðamál mannlegs lífs.
Alt kemur þetta berlega í ljós í innganginum að
»Höfuðstraumum«.
Sýnilegt er það t. d. á einkunarorðunum, er Bran-
des setur framan við fyrsta þátt »Höfuðstrauma«,
hvað hann ætlar sér með þeim og hvers eðlis hann
hefir lalið sig sjálfan vera. Einkunarorðin hljóða:
»Húsguð nokkur úr vaxi, sem menn höfðu engan
gaum gefið, stóð nálægt báli einu, sem verið var að
herða i fögur Kampaníu ker, og tók hann nú að kvarta.
Hann ásakaði harðlega eldinn. Sjá, sagði hann,
hversu grimmilega þér ferst við mig. Kerin þarna
eit þú búinn að treysta og herða, en tortímir mér.
En eldurinn svaraði: Pú getur ekki ásakað annað
en þitt eigið eðli. Að þvi er til mfn kemur, þá er
ég alslaðar og ævinlega eldur«. — W. Heinse.
Orð þessi mun Brandes hafa tilfært með sjálfan
sig i huga: Eldur er í nafni hans, eldur í eðli hans
og eldurinn læsir sig um alt, sem hann lætur hug-
ann fjalla um. En þá er undir því komið, hvers
efnis það er, sem eldurinn leikur um. Sé það vax,
eins og efnið í hjátrú manna og hieypidómum, þá
bráðnar það innan litillar stundar og hverfur. En sé
það leir, steinn eða málmur eða rökrétt og raunrétt
þekking, þá harðnar það enn meir við eldraunina
og heldur belur en áður mynd þeirri, sem það hefir