Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 97
ÍÐUNN
Georg Brandes áttræöur.
255
verjar og Frakkar), að batast við bann, en þetta eru, eins
og kunnugt er, laun allra réttsýnna og réltlátra manna.
Brandes hefir alla ævi verið frjálslyndur maður í
stjórnmnlum og unnað lýðfrelsinu. Framan af æv-
inni bélt hann því meira að segja eindregið fram,
að menn og máletni ættu að þjóna þvi. En eftir þvi
sem árin hafa færst yfir hann, hefir hann æ meir og
meir orðið þeirra skoðunar, að það væri ekki »múg-
urinn«, heldur sjálf »mikilmennin«, sem væru stoðir
og styttur og inarkmið menningarinnar. Mun það
aðallega vera Nietzsche, sem hneigði huga Brandess
í þessa átt (sbr. »Fr. Nietzsche« — Aristokratisk
Radikalisme, 1889); en raunar þurl'ti þessa ekki, því
að það bólar þegar á skoðun þessari í innganginum
að wHöluðstraumumo, þar sem hann nefnir Michel
Angelo, Shakespeare, Beethoven, Goelhe og Schiller
og segir: »Geniet er ikke den geniale Lediggænger,
men den geniale Aibejder« og »de medfodte Gaver
er kun Værktojét, ikke Værket«.
Það er lífi, starfi og verkum þessara mikilmenna,
sem hann nú tekur að snúa huganum að. Fyrst
tekur hann sjálfan skáldjötuninn Shakespeare og rit-
ar um hann 3 bindi (1895 — 96), og mun það vera
hans bezta verk; og nú hin siðari árin hefir hver
ævisagan og mannlýsingin af þessum andans for-
kólfuin rekið aðra: Voltaire. Goelhe, og nú síðast
Julius Cæsar og málarinn Michel Angelo.
Frá skáldritunum er þá Biandes að síðustu kom-
inn inn í sálarlif sjáltra mikilmennanna og — mér
liggur við að segja — sjálfur farinn að semja skáld-
rit um þau. —
Hvernig sem dæmt verður um líf Brandes’s og
staif, þá er það áreiðanlega vist, að hann verður
jafnan talinn til slórmenna andans á sinni tíð. Og
þótt sunium kunni að virðast, að hann hafi ekki
sjálfur lagt neitt frumlegt af mörkum við mannkynið, þá