Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 59
IÐUNN
íslenzkir Iistamenn.
217
sitt steyta hnefann framan í listasnápana gömlu, sem
viðurkendu ekki annað í Iistinni en það, sem fagurt
gæti talist. Einar hafði nú sjálfur farið viða uin lönd
og séð margt af listatæi; en livað sem fyrir aug-
un har, bæði af fornlistinni og nýrri listum, hafði
það lítil áhrif á hann. íslendings-eðlið (eða »barb-
arinn«, eins og Sinding sagði) var of rikt í honum.
Einar fór meira að segja að hafa liálfgerða óbeit á
fornlistinni fyrir áhrif þau, sem hún virtist hafa haft
á alla síðari list. Hinar lislfengu slælingar Thorvald-
sen’s á myndlislinni grísku mátti hann nú helzt ekki
sjá, enda var hann orðinn þeirrar skoðunar, að mik-
ið, eða jafnvel mest alt af seinni tíma lislum, væri
eins og steinrunnin stæling fornlistarinnar. Einari var
ekki svo illa við þelta af því, að hann kynni ekki
að meta sniðfegurð fplastikj þessarar lislar, né heldur
af því, að hann væri þess ekki sjálfur megnugur að
búa til jafn-fögur líkneski. Þelta sést bezt á mynd
þeirri, er Einar gerði eftir dvöl sina í Róm (árið
1904) og nefndist Fornlistin (Antikken). Er hún af
svo goðfagurri griskri gyðju, að hún hefði getað
verið eftir Thorvaldsen, og á að vera ímynd hinnar
grisku listar; en fyrir brjósti sér heldur hún á
Medúsu-liöfði, er gerir alt það að steini, sálar-
lausum steini, er við þvi snýr. Þessa mynd ber því
að líta á sem mótmæli (prolestj Einars gegn áhrif-
um fornlistarinnar á nútiinalistina.
Hver er þá munurinn á hinni svonefndu »klass-
isku« list og listastefnu Einars? Hin klassiska list
sýnir manni jafnaðarlegast hlulina eins og þeir eru,
og þó venjulegast í stækkaðri og fegraðri mynd, en
segir manni lítið út yflr það; hún er aðallega eftir-
likjandi (reprodukiiv). En Einar álítur, að listin eigi
að vera hugsæ, líkingarfull og skapandi (syn -
bolsk og produktivj; hún á að vera Ijósmóðir hug-
sjóna vorra og lífssanninda, og sýna þá, þegar það