Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 90
248
A. H. 13.:
ÍÐUNN
þeir með sér félagsskap og vikulegar samkomur til
þess að kynnast höfuðritum bókmentanna, eldri og
yngri, á sjálfum frummálunum. þeir lásu t. d. kafla
úr Gl. og N. Test. á hebresku og grísku, þeir lásu
grísku tragediurnar og dialoga Platons og latneska
höfunda, og þannig lásu þeir líka hina nýrri höf.
hvern á sinu máli. Svo kornu þeir saman við og við
til þess að skeggræða um það, sem lesið var og
numið. Heimspekingurinn Hans Brochner og fleiri
góðir menn studdu þá i þessari viðleitni sinni; en
þannig kyntust þeir þegar á námsárunum aðalupp-
sprettum heimsbókmentanna, svo að þeir urðu færir
um að tala og rita af eigin reynd, t. d. um leikrita-
gerðina grísku, um Sókrates o. fl. o. fl., að ég tali
ekki um hinar nýrri bókmentir, sem ýmsir þeirra
urðu þaulkunnugir. Pessir menn reyndust nú lika
allir, hver á sínu sviði, andlegir ruðningsmenn og
sáðmenn meðal sinnar þjóðar. En hvergi var stríðs-
hugurinn meiri en hjá Georg Brandes.
Mér er í minni smásaga frá þeim árum, er Troels-
Lund sagði mér einu sinni. Hann hafði verið sakað-
ur um rilþýfi af einhverjum náunga út af einhverri
fyrstu ritgerð sinnij en sýndi þegar fram á, að á-
kæran var með öllu átyllulaus. Svo hiltust þeir fé-
lagar úti á Skodsborg tii þess að gera sér glaðan
dag; en er máltíðinni var lokið og þeir gengu inn í
reykingarsalinn, tók Brandes í handlegginn á Troels-
Lund og segir; »Aa, er det ikke dejligt saadan atkunne
trampe paa sine Fjender?« og stappaði um leið nið-
ur fætinum. En Troels-Lund svaraði: »Aanej, egent-
lig gör det mig ondt for den stakkels Mand!« Pessi
orð sýna innræti beggja, góðgirni Danans og heiftúð
Gyðingsins. En Brandes þurfli nú þessa skaps við
á lífsleiðinni.
Brandes lauk námi sinu á stríðsárunum, undir
skothvellum glefsandi varga, líkt og andarunginn í