Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 83
ÍÐUNN
Rutherford: Um gerð frumeindanna.
241
hlutar úr hinni sprengdu frumeind þeytist burt með
miklum hraða. í nýlegum tilraunum, sem gerðar
voru af ræðumanni, kom það og í ljós, að við á-
relcstur þenna komu vatnsefniseindir út úr köfnunar-
efniseindum ásamt efniseindum frumefnis nokkurs,
sem hingað til hefir verið óþekt, en er á að gizka
þrisvar sinnum þyngra en vatnsefnið. Þegar um súr-
efni er að ræða, hafa að eins hinar síðarnefndu
frumeindir komið í ljós«.
Af þessu má nú sjá, að kjörnum köfnunarefnis-
og súrefniseindanna má sundra með alpha-ögnum,
og er ekki nema eðlilegt að ætla, að vatnefniseindin,
sem þeytt var út úr köfnunaretniseindinni, hafi áður
verið eining í gerð kjarnans. Af þessu leiðir ekki, að
köfnunarefni og súrefni geli ekki lengur talist frumefni,
heldur að eins, að sundra megi kjörnum þessara frum-
efna sem annara, ef unt er að stefna nógu öflugum
tundurskeytum á þá. En það er eins og sést á eftir-
farandi orðum Rutherford’s töluverðum vandkvæð-
um bundið að hitta kjarnann og árangurinn, enn
sem komið er, næsta lítill:
»— Sundrung sú, er þannig má koma af stað með
alpha-ögnunum, er óumræðilega lítil. Að likindum
er það naumast 1 af hverjum 10.000 alpha-ögnum
í úlgeisluninni, sem kemur svo nærri kjarnanum, að
hún geli sundrað honum. Sönnuninni hefir að eins
orðið unt að ná með því að telja glampa þá, er
alpha-agnirnar valda, þá er þær skella á hinum
svonefnda zink-sulphid skermi. Jafnvel þótt öllu því
radíi, sem til væri á jörðunni, væri beitt, mundi
þurfa mörg ár til þess að valda svo mikilli einda-
sundrungu, að hún yrði vegin jafnvel á hina næm-
ustu vog. Nánari rannsóknir kunna að sýna, að slík
einda-sprenging eigi sér stað alstaðar, þar sem um
hinar léttari frumeindir er að ræða; og ef vér hefð-
um tök á efnis-ögnum með nægilega miklum hraða,
Iöunn VII. jg