Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 41
JÐUNN'
Sveitalíf á íslandi.
199
fullorðuir »kváðust oft á«, sem kallað var. Var það
þannig, að þegar fyrsta vísan var kveðin, átti annar
að kveða aðra visu, sem byrjaði á sama staf, sem
fyrri vísan endaði á, og svo koll af kolli. Þelta gat
tekið langan tíma, því menu kunnu þá ógrynnin öll
af vísum. Þegar annar varð uppiskroppa með vísur,
var hann wkveðinn í kútinn«. Kvað þá sigurvegarinn
3 vísur við raust og var hinn þá yfirunninn. Þetta
þótti góð skemlun. Sjaldan voru skemtanir utan
heimilis. Þó var ein samkoma, sem unglingar hlökk-
uðu til. Var hún kvöldið fyrir kóngsbænadaginn. Þá
var komið saman á kirkjustaðnum, aðallega til að
hringja kirkjukiukkunum. Þá máttu allir hringja sem
vildu og var það ekki sparað. Þá var líka glímt,
hlaupið, stokkið og komið í ýmsa útileiki. Fór þá
margur dasaður heim með hljóm fyrir eyrum. —
Mesta skemtun þótti þeim, sem fyrir því láni urðu,
að þeim væri boðið í brúðkaupsveizlur. Töluvert
voru þær frábrugðnar því, sem þær urðu aftur síðar,
og þó enn frábrugðnari því sem þær eru nú; nú
fær maður aldrei brúðkaupsveiziu, því allir gifta sig
í pukri!! Þá voru veizlurnar kaliaðar »brauðveizlur«.
Af því að fáir, sem hér eru, hafa verið í slíkum
veizlum, ætla ég að lýsa einni sem ég var í; þá var
ég innan við fermingu. Veizlan var haldin á Ylra-
Hóli, því þar þótti þá rnestur og beztur veizlusalur,
sem stendur þar enn, þó lítið sé haun notaður nú
til þeirra hlula. Torfgólf var í salnum, en eitthvað
var þiljað til hliðanna á parti, en þar sem torfveggir
voru, var tjaldað fyrir þá með söðuláklæðum, sem
nóg var af á þeim árum. Kertaljós voru til lýsingar,
og þótti það mikil prýði, því í baðstofunum voru
ætið lýsislampaljós. Tvö matborð voru eftir endi-
iöngu húsinu og þverborð á milli þeirra að vestan,
kallað háborð; þar sátu brúðhjón fyrir miðju, og
prestur náttúrlega við aðra hlið brúðurinnar og siðan