Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 136
294
Á, H. B.:
IÐUNN
Af þessu má nú sjá, hversu auðvelt er að vekja
tnönnum bæði ofheyrnir og ofsjónir í dáleiðslu og þá
einnig í annarskonar leiðslu, þannig að þeir trúi því
statt og stöðugt, þegar þetta ber fyrir þá eftir leiðsl-
una, að þeir bæði heyri og sjái anda, þótt þetta sé
ekki annað en það, sem að þeim hefir verið skotið
í leiðslunni. Með þessu móti má búa til miðla og
skjóta hinu og þessu að þeim, sem maður ætlar þeim
að koma fram með síðar. Skipunin er geymd í und-
irvilund inanns eða dulminni, þangað til henni á
tilsettum tíma skýtur upp sem ofskynjan í hugskoti
mannsins. En kannske menn efist um, að til sé svo-
nefnt dulminni, og þá er að fara nokkrum orðum
um það.
4. Dulminni. Tiiraunir IViiss Goodrich-Freer.
Enginn skyldi nokkuru sinni þvertaka fyrir, að
hann hefði ekki séð eitthvað eða heyrt, þótt ekki
muni hann eftir því. Wi að jafnaðarlegast munum
■við ekki eftir öðru en því, sem við tökum eftir. Hitt
alt fer fyrir ofan garð og neðan, eða öllu heldur, það
hverfur niður í glatkistu þá, sem nú er íarið að
nefna undirvitund eða dulminni.
Sá hinn mikli undirstraumur sálarlífs vors, sem
vér tökum alls ekkert eftir, skynjanir þær, hugsanir,
tilfinningar og tilhneigingar, sem vér i daglegu lífi
voru gefum alis engan gaum eða reynum einhverra
orsaka vegna að bægja burt úr huga vorum, mynd-
ar það, sem vér einu nafni nefnum undirvitund.
En það sem berst niður í þessa undirvitund, án þess
að vér höfum gefið því verulegan gaum, getum vér
sjaldnast inunað í eðlilegu ástandi. Pað, sem vér
aftur á móti gefuin gaum að og beinum athyglinni
að, kernur upp í yfirvitund, dagvitund vora og það
getum vér oftast nær munað með því að rifja það
upp fyrir oss, þótt raunar margt af því gleymist líka.