Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 24
182
Kl. Jóusson:
IÐUNN
1500 kr. i laun, fengu 1920 9500 kr„ enda er sagt,
að þeir hafi orðið forviða, og að það jafnvel hafi
stein-liðið yfir einn lækni, er hann frétti þetta.
Síminn, sem altaf hefir verið talinn fremur tekju-
aukandi, en hið gagnstæða, virðist nú ekki bera sig;
tekjurnar eru taldar ein miljón, en útgjöldin eru 18
þúsund krónum hærri; auk þess hafa verið tekin lán
hvað eftir annað til simalagninga; afborgun og vextir
af þessum lánum eru um 300 þús. kr., en síminn
ber ekki þau gjöld, og var þó tilætlunin að hann
bæri sig alveg. Síminn er því sem stendur ómagi
landssjóðsins, og kostar hann liðug 300 þús. krónur.
Einnig þar mætti víst fækka starfsfólki að mun.
Háskólinn kostaði 1915, 70 þús. kr., nú 198 þús.1).
Mér er vel við þá stofnun og vil í rauninni ekki klípa
af henni, en þó þykir mér nóg um þessa hækkun
og vildi óska, að háskólinn bryti ekki af sér vel-
vild manna, með því að seilast of djúpt í landssjóð-
inn. Þá er loks einn liður sem tekur út yfir alt, og
það er barnafræðslan. Hún kostaði landið 1915
67 þús. kr., en nú liðuga hálfa miljón (510 þús. kr.).
Ég veit vel, að flestum mun þykja þeim peningum
vel varið, sem ganga til barnafræðslu, og ég er á
sama máli, en ég vil ekki láta landið kosta hana að
svo miklu leyti. Ég vil láta foreldrana greiða hana
fyrst og fremst, og þegar þá þrýtur, sveilar- og bæjar-
félögin, með hæfilegum styrk úr landssjóði. Ég sé
enga ástæðu til, að efnaðir foreldrar sleppi við alla
greiðslu til 'mentunar barna sinna á vissum aldri.
Það er blátt áfram skylda þeirra, en þegar efni þeirra
þrýtur, þá eiga sveitarfélögin aö koma til; þau eiga
að veita frískóla börnum þeirra, án þess það sé
1) Pcss ber þó aö gæta, bæöi licr og annarsstaöar, aö talsverö liækkun
er alveg nauðsynleg vegna hins mikla verðíalls á peningum.