Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 104
262
A. H. B.:
IÐUNN
að vera fyrirvinna hennar, henni svona um hábjarg-
ræðistímann. En Pétur er ekki banginn; hann hygst
helzt að verða kongur eða keisari eða guð veit hvað.
Ása heldur þá, að hann sé orðinn vitlaus og segir
honum, að honum hefði verið nær að reyna að ná
í heimasætuna á Heggstað, þar sem hún hefði verið
að gefa honum hýrt auga; en nú sé það um seinan,
því að nú sé hún öðrum föstnuð og brúðkaupið í
aðsigi. Pétur þykist geta fengið hennar enn og vill
nú fá móður sína til þess að fara með sér í biðils-
för. En hún segist skulu ljósta upp um hann öll-
um skömmum og vömmum; og þá sér Pétur ekki
annað ráð en að vaða með hana yfir lækinn, setja
hana upp á burstina á mylnukofanum og skilja
hana þar eftir.
Þegar Pétur er orðinn einn, kemur hið eiginlega
eðli hans fram í honum. Að vísu gefur hann sig
við og við dagdraumum sínum á vald og þykist þá
maður fyrir sinn hatt; en inn við beinið er hann
ákaflega meyr, huglaus og spéhræddur. Heldur hann,
að allir hafi horn í siðu sinni og séu að gera gabb
að sér:
Stööugt er hlcgið, hvar sem ég sný mér,
og hvíslað, svo hrennur og sýður í mér.
Hefði ég áfengi — ærlegan sopa,
eða menn gláptu’ ekki hvar sem ég færi;
eða ég þektist ei; — allra bezt væri
eitthvað lútsterkt. — Svo mættu peir skopa. (p. 30).
Hann heyrir nú til mannaferða, þar sem hann
liggur í ljmginu og er að láta sig dreyma fagra
drauma. Þar fer kunningi hans, Áslákur smiður, með
fleirum, og þeir eru að tala um hann og foreldra
hans. Hann eldroðnar við. Áslákur heldur, að hann
liggi þarna svínfullur og storkar lionum með, að nú
sé Ingunn á Heggstað flogin. Brókin er rifin á Pélri