Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 94
252
A. H. 13.:
ÍDUNN
sigrar einnig frelsisandinn þar, því að rithöfundar
þessa sjötta og síðasta þáttar, sem ég ætla að lýsa,
eru gagnteknir af anda frelsisstríðanna og júlíbylt-
ingarinnar, og líkt og frönsku skáldunum lizt þeim
sem hinn mikli svipur Byrons sé forkólfur frelsis-
hreyfinganna. Höfundar ung-þýzku stefnunnar, þar
sem aðalhöfundarnir, bæði Heine og Börne, eru
Gyðinga ættar, undirbúa líkt og frönsku höfundarnir,
sem eru þeim samtímis, byltinguna 1848«.
Þelta er þá aðalinntak »Höfuðstrauma«. Og aðal-
tilgangur þeirra er, að lýsa hinum andlegu myndum
afturhalds og framsóknar frá stjórnarbyltingunni miklu
og fram að febrúarbyltingunni. En Brandes lýsir
þessu ekki á neinn venjulegan hátt, heldur með því
að lýsa sjálfum rithöfundunum og ritum þeirra, láta
ritin sjálf tala.
En Brandes hafði jafnframt annan lilgang en þann
sögulega, að lýsa mönnum og málefnum. Hann vildi
vekja landa sína af værðinni, hrinda þeim upp af
sálarsvefni sínum. Um Danmörku og samtíðarmenn
sína þar segir hann berum orðuin í þessum saina
inngangi, að þeir eins og vant er séu 40 ár á eftir
tímanum og sitji á lcafi í mýrarkeldum afturhaldsins.
Aukatilgangurinn var því sá að vekja þá, kippa þeim
upp úr þessu »foraði« og fá þá til að hugsa.
Og honum tókst þetta dásamlega. Flestir vöknuðu
raunar við vondan draum; og er þeir heyrðu, hvað
um var að vera, urðu þeir bálreiðir og gengu í
skrokk á þessum »Evrópea«, nefndu hann föður-
landssvikara, þjóðfjanda og jafnvel sjálfan höfuð-
fjandann. En hjá sumum, einkum upprennandi
skáldum og mentamönnum, sem fundu til and-
þrengslanna heima fyrir, féllu orð þessa manns eins
og frjóvgandi dögg á sálirnar og þeir gerðust þá
eldbeitir Brandess-liðar. Margt af því bezta í nútið-
arskáldskap Dana, Norðmanna og Svía er upp af