Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 40
198
Hallgr. Hallgrimsson:
IÐUNN
af sumri. Þá var fært frá hverri á og ef ær komu
fyrir eftir fráfærur, voru lömbin tekin undan þeim
og reidd til afréttar. Stundum komu þau heim aftur,
en þá voru þau tekin jafnharðan og flutt burtu.
Svona voru meun lítið gefnir fyrir dilkakjötið þá.
Venjulega var fært frá 9 vikur af sumri, eftir að
stíað hafði verið 1—2 vikur; voru iömbin setiu
fulla viku og var oft setið saman af fleiri bæjum;
þótti unglingum það góð skemtun. Ekki var fé rekið
á utanhrepps-afrétti þá, heldur var alt rekið á afrélti
hreppsins. Fráfærnalömb voru furðu væn á haustin
og mikill mör í sauðum. Þá voru þeir oft látnir
verða 4. til 6 ára. Þegar þessum gömlu sauðum var
beitt á viðarland í harðindum, gengu þeir svo nærri
því, að ekki voru eftir nema gildustu leggirnir, sein
urðu að feyskjum, sem aldrei lifnuðu við aftur.
Margt mætti fleira segja um skepnurnar og hirðingu
þeirra, en ég læt þetta nægja.
I*á skal ég minnast á skemtanir. Þær voru hvorki
margar né margbreyttar, eflir því sem orð þetta er
nú alment skilið. Þá var ekki dansað, sem nú mun
þykja tilkomumesta skemtunin. Ég var kominn yfir
16 ár, þegar ég sá fyrst dansað. Spil voru til á stöku
bæ, en ekki voru þau tekin upp að jafnaði. Á mínu
heimili voru þau til og voru tekin, fyrst þegar ég
man eftir, einu sinni á ári; það var um jólin. Þá
var spilað »alkort« og »púkk«; önnur spil sá ég ekki
spiluð. Yfirleitt var rosknu fólki iila við spil og ekki
veit ég, hvað fólk hefði sagt, ef einhverjir hefðu farið
að spila nótt eftir nótt peningaspil; það hefði víst
orðið fyrsta verkið að brenna spilin. — Ekki man
ég eftir öðrum hljóðfærum en langspili; voru þau þó
óvíða til og flest illa gerð og rangt nótusett. Væru
þau rétt nótusett, mátti vel spila á þau eftir nótum,
en lítil skcmtun var að þeim. Sjaldan var sungið á
heimilunum, en oft var kveðið. Unglingar og jafnvel