Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Side 45
IÐUNN
Sveitalif á íslandi.
203
og harðfiskinn. Aldrei sá ég búnar til rúllupylsur, en
magálar voru teknir næstum af hverjum skrokk. Svið
voru lítið súrsuð, en töluvert var hengt i reyk. Há-
karl var nokkuð etinn, og man ég að piltum, sem
fóru úl í mikinn kulda, t. d. að standa yfir, var
gefinn vænn hákarlsbiti, áður þeir fóru. — Hrossa-
kjöt var mjög lítið farið að brúka þá, til manneldis.
Höfðu flestir mjög mikla óbeit á þvi. Eg man ekki
eftir nema tveimur bæjum í Kaupangsveit, sem það
var borðað á; voru þau heimili heldur litilsvirt fyrir
það. Þegar menn af þeim heimilum komu á önnur
heimili, þóttust menn finna af þeitn vonda lykt —
kölluðu það »þræslulykt«, og sögðust enda sjá það
á andlitinu á þeim, það smitaði fitan út úr því. Ég
bragðaði fyrst hrossakjöt, þegar ég var á 12. ári, á
öðrum þessum bæ; þegar ég kom heim og sagði frá,
fann fólkið stax af mér vonda lykt og fussaði við
mér, ef ég kom nálægt nokkrum. Svona var viðbjóð-
urinn magnaður. Kjöt af atsláttarhestum var venju-
lega selt í hákarlabeitu, eða þá gefið skepnunt: kúm
og lömbum. Notað var flest, sem matarkyns var, svo
sem hákarlsskrápur, steyktur á eldi og síðan súrs-
aður; sömuleiðis voru roð og dálkar af harðfiski
súrsuð og þótti gott. Alsiða var að hnoða smjör nið-
ur og gera það súrt. Þótti mörgum það betra en
nýtt, og er ég einn í þeim hóp. Lítið var selt aí
smjöri; þó tóku sunnlenzkir kaupamenn stundum
smjör í kaup sitt. Óefað hefir smjör verið lakar
verkað þá en nú, á mörgum heimilum; er betri
verkunin sjálfsagt aðallega skilvindunum að þakka.
Gestrisni var sjálfsagt 1 hugum manna lik og nú,
en töluvert kom hún fram á annan hátt. — Margir
höfðu skemtun af, að gesti bæri að garði, og vildu
veita þeim vel og láta fara sem bezt um þá. Ekki
þurftu gestir að bíða íleiri tíma eftir kaífi, því það
var ekki á boðstólum. Ef gestir komu inn, var þeim