Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 119
ÍÐUNN
Að leiðarlokum.
277
stórgrýtisfjöruna. Við og við lieyrðust þunglama-
Iegir dynkir, er stærstu ólögin skullu í skvompum
og hellum skerjanna.
— Viltu nú ekki að ég beri þig fyrir nefið? sagði
Bjarni, er þau komu að forvaðanum. — Brimið
skellur öðru hvoru upp í bergið.
Stúlkan leit á hann óttaslegin. Hún hafði tekið
eftir því, að röddin var undarlega þýð.
— Nei, ég kerost víst sjálf, sagði hún kuldalega
og lagði af stað með næsta útsogi. Hún fann hjarta
sitt berjast, og hún stiklaði á steinunum eins hraft og
hún gat, En alt í einu leit hún fram í brimgarðinn.
Ægileg, löðrandi alda kom á fleygiferð upp flúðirnar.
Stúlkunni fanst hjarta sitt stanza. Henni sortnaði
fyrir augum, og hún rann til á hálu grjótinu. En alt
í einu var hún gripin hlýjum og styrkum örmum.
Aldan skall yfir, en varð of sein. Að eins löðrið
náði þeim. Bjarni settist með stúlkuna í skútann,
innan við forvaðann. Hann vaíði hana að sér og
reri með hana í fanginu fram og aftur á steininum,
er hann sat á. Og hún bar sig ekki á móti. Hann
kysti hana á munninn, og hún lagði aftur augun og
titraði frá hvirfli til ilja. En hún endurgalt eigi
kossa hans. Loks losaði liún sig úr faðmi hans og
stóð upp.
— Svona góði, nú skulum við hahla áfram, sagði
hún og lagði af stað heim á leið.
Inni á Stapanum stanzaði hún og horfði ofan
í brimrastirnar við hamrana. Öldudynurinn hafði
gripið sál hennar töfratökum — og hún horfði svim-
andi í brimgarðinn, unz Bjarni tók um handlegg
henni — og þau héldu heimleiðis.
— — Hugur Guðnýjar gömlu fór liægt og dvaldi
lengi við. En fæturnir fóru líka hægt, og henni ent-
ist vel leiöin. Nú var hún komin að ánni, er rann