Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 44
202
Hallgr. Hallgrimsson:
IÐUNN
marka skál, og kvenfólki í 3ja marka. Um miöjan
dag mjólkurmatur — oft flóuð mjólk og slátur,
grjónamjólk, kjötsúpur og haunir, alt jafumikið og
á morgnana. Oft var borðuð ýsa, því ýsuafli var
mikill á þeim árum; keyptu menn hana eða öfluðu
sjálfir. Stundum harðfiskur og brauð. Um slátlinn
var borðaður »Litliskattur«. Áður fólk fór út á morgn-
ana, fékk það hrært nýtt skyr og mjólk. Karlmenn
pott, en konur mörk. Kl. 9 var borðaður morgun-
matur, skyrhræra með mjólk í sömu ilátum og að
vetrinum og sumslaðar lítill biti með. Um miðjan
daginn var venjulegast skamtaður harður fiskur
og flatbrauð og vel við af smjöri. Var á sumum
bæjum fiskur alla virka daga um sláttinn, en á
sunnudögum var þá skift um mat. Sumstaðar voru
baunir með kjöti eða smjöri, við og við. Mjög sjald-
an mjólkurmatur um sláttinn. Á kvöldin var sama
og morgnana, nema enginn biti. Til var, að karl-
menn hötðu 5 marka skálar og leifðu þó ekki. Kaffi
var sama sem aldrei gefið, nema á hátíðum, alt
fram yfir 1860. Á hátiðum var gefið kaffi, ekki man
ég eftir öðru brauði en lummum; voru þær þykkar
og stórar og búnar til úr sigtuðu bankabyggsmjöli.
Sykur var ekki teljandi annar en kandis. Þá þólti
sannarlegt nýnæmi að fá kafti. Á hátíðum var mik-
ill matur, hangið kjöt, magálar og sperðlar, en aldrei
súpur eða grautur; eins var sumardag fyrsta. Á jóla-
föstunni var oftast gefinn kvöldskaltur; var farið duit
með það, svo að fólkið vissi stundum ekki fyr en
ruðst var inn í baðstofuna með hrokaða hangikjöts-
diska; glaðnaði þá heldur yfir fólkinu. Stundum lagði
vinnufólk saman og gaf kvöldskatt. Stunduin var
drukkið púns á jólum, en aldrei man ég eftir því
nema i hófi. Hátíða- og tyllidagamatur var yíirleitt
mjög líkur því og nú er, en ekki verður sagt hið
sama um hversdagsmatinn. Vantar nú súra skyrið