Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 133
IÐUNN Trú og sannanir. 291
Að kvöldi þess 27. júní 1887 var Zilla dáleidd af
Smith og var þá á að gizka tveim klukkustundum
varið til ýmisskonar tilrauna. Undir lok tilraunanna
það kvöld var Zillu sagt það, á meðan hún var enn
í leiðslunni, að hún mundi sjá Smith kl. 12 á hád.
daginn eftir. Því næst var hún vakin og virtist hún
þá ekki hafa neina hugmynd um það, sem að henni
hafði verið skotið. Um árangur tilraunanna fengum
við ekkert að vita fyrri en 6. júlf, er frú Ellis sagði
Smith, að þriðjudaginn, þann 28., hefðu þær Zilla
farið í búðir; en þá hafði Zilla, litlu fyrir kl. 12,
sagt um mann, sem fór fram hjá, að hann minti sig
á Smith. Frú Ellis svaraði þessu engu þá, en mint-
ist á það nokkru siðar, og þá sagði Zilla: ,Æ, ég sá
einmitt herra Smith í þessari andránni*. Fegar int
var nánar eftir þessu, sagðist hún hafa séð hann
uppi á strætisvagni; hann hefði ekki sýnt nein merki
þess, að hann kannaðist við hana, en hún þekti
hann svo sem á augnaráðinu. Skömmu áður en Zilla
sagði þetta, hafði frú Ellis tekið eftir einhverju ann-
arlegu í svip hennar, líkt og hún væri í léttri leiðslu,
þvi að hún gaf sig ekkert að innkaupunum, þótt
verið væri að kaupa til fata á hana sjálfa. Þó nokkra
stund var hún svo annars hugar, að frú Ellis varð
að ávita hana fyrir tómlæti það, er hún sýndi. En
jafnskjótt og hún hafði lýst þvf, sem fyrir hana
hafði borið, varð hún sér algerlega eðlileg.
Næsta tilraunin var gerð að kvöldi þess 6. júlí og
bar hún enn greinilegri árangur. Smith dáleiddi Zillu
og sagði henni, að hún mundi sjá hann í herberg-
inu, þar sem hún væri stödd kl. 3 sfðd. daginn eflir,
og mundi hún þá heyra hann kalla tvisvar til hennar.
Ennfremur var henni sagt, að hann mundi ekki
standa við nema fáeinar sekúndur. Fegar hún vakn-
aði, hafði hún ekki frekar en i fyrra sinnið nokkra
hugmynd um það, sem að henni hafði verið skotið.