Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 35
IÐUNN
Sveitalíf á tslandi.
193
sem það er enn þann dag í dag, nema bandið heldur
grófara, og aldrei heyrði ég fólk þá tala um að hafa
bandið einfalt og ætla sér svo að svíkja það út, sem
tvöfalt, eins og nú mun eiga sér stað. 7i sokkar
vógu óþæfðir um 20 lóð; ekki var verðið hátt á þeim
árum, Vi sokkar 50—60 aurar og Va sokkar 30—40
aurar. Mikið var tætt af vaðmálum, þvi þá var ekki
tekið fataefni í kaupstaðnum. Pað þurfti því að tæta
vaðmál handa öllu heimilisfólkinu. Þau voru venju-
lega fremur gróf og svellþæfð, entust því vel. Vef-
stólar og vefarar voru á mörgum bæjum; voru þá
margir góðir vefarar.
Vorvinna var ekki mikil eða margbreytt úti við.
Hún var mest innifalin í því að koma áburðinum
ofan í túnin. Mykjan var venjulega flutt á haustin í
^kláfum, stundum ekið dálitlu á veturna í trogberum.
Á vorin var svo áburðurinn barinn með klárum, og
gekk það svo, fram um 1880. Pá mun fyrsta áburðar-
vélin hafa komið hér í fjörðinn. Það hygg ég, að
minna hafi verið borið á túnin í ungdæmi mínu
heldur en nú og aldrei sá ég sauðatað haft til áburðar
og yíirleitt var áburður lítið drýgður. Lítið var um
jarðabætur á þeim árum. Ég man varla eftir að ég
sæi rótað þúfu í túni, enda voru hvorki áhöld né
kunnátta til þeirra lduta. þá sáusl ekki svo mikið
sem járnspaðar, — alt trérekur og íslenzkir »pálar«.
Af þvi sumir, sem eru hér, hafa líklega ekki séð þá,
hefi ég gaman af að lýsa þeim dálitið. Blaðið var
smíðað úr miltajárni, um V* alin á lengd, um 3
þuml. á breidd og nálægt 4 þuml. fyrir egg og soðið
stál í eggina. Á blaðinu var flatur falur að ofan og
járnhak til að stiga á, þar sem mættist blað og falur.
Falurinn var rekinn upp í mjög digurt skaft, sem
smámjókkaði upp og handfang efst á sumum. Petta
var afarþungt og stirt verkfæri og ekki liðiegt til
jarðabóta. Þegar ég var um 12 ára, var fyrst sléttaður
Iðunn VII. 13