Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 10
168 G. Verga: iðunn
»bersaglierinn« gekk fram bjá. Maður Lólu var á
markaðsferð með múlasna sina.
— Ég verð að ganga til skrifta á sunnudaginn
kemur, því að mig hefir í nólt dreymt svarta vín-
þrúgu, sagði Lóla.
— Sleptu því, sleptu því, sagði Turiddu í bænar-
rómi. —
— Nei, nú þegar páskarnir eru í nánd, vill maður-
inn minn fá að vita, hvers vegna ég hef ekki gengið
til skrifta.
— Já, já, tautaði Sanla, dóttir Colu bónda, þar
sem hún kraup frammi fyrir skriftaföðurnum og beið
þess, að að sér kæmi, meðan Lóla var að þvo af
sér syndir sínar, — það veit trúa mín, að ég vil ekki
senda þig til Róms til að gera yfirbót! —
Herra Alfio kom nú heim með múlasna sina, hlað-
innpeningum; fa^rði hann konu sinni að gjöf falleg-
an hlýjan klæðnað fyrir hátiðina.
— Þú hefir ástæðu til að færa henni gjafir, sagði
grannkona hans, Santa, við hann, því meðan þú ert
á ferðalagi gerir konan þín garðinn frægan.
Herra Alfio var einn af þessum ökumönnum, sem
bera húfuna ofan á eyranu, og þegar hann heyrði,
hvaða orð fór af konu sinni, þá varð hann litverpur,
eins og hann hefði verið hnífi stunginn. Hann kall-
aði upp og sagði: Hver andskotinn! Hafi þér mis-
sýnst, þá skal ég sjá um, að hvorki þú né nokkur
af þínu kyni þurfi framar að þerra tár af augum.
— Mér er ekki grátgjarnt! svaraði Santa; ég grét
beldur ekki, þegar ég með eigin augum sá hann
Turiddu, son hennar Nunzíu, ganga inn í hús konu
þinnar á næturþeli. —
— Gott og vel, sagði Alíio, og beztu þakkir. —
Turiddu slæptist nú ekki lengur á götunni að deg-
inum, eftir að kötturinn var kominn heim, heldur
stytti hann sér stundirnar á gistihúsi með vinum