Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 28
186
Kl. Jónssou:
IÐUNN
íhaldsflokks. Mér er nú sama um, hvort félagið
gengst fyrir stofnun slíks flokks eða ekki, því hann
kemur hvort sem er, hann skapast blátt áfram af
nauðsyninni, því hvað er nú sem skilur? Um hvað
eiga flokkar nú að myndast? Það hlýtur að myndast
flokkur til að vernda okkar unga, nýfengna stjórnar-
lega sjálfstæði, og það verður ekki varið á annan
veg, eða betur, en með því að efla efnalegt sjálfstæði
vort, það hlýtur að verða íhaldsflokkur, einkum í
fjármálum. Ég veit, að íhald og afturhald eru orð,
sem þjóðinni geðjast ekki að, en það stafar frá þeim
timum, er vér áttum í baráttu um sjálfsforræði vort.
Þá voru hinir konungkjörnu þingmenn, sem flestir
börðust mót frelsi og sjálfstæði sinnar eigin þjóðar,
kallaðir örgustu afturhaldsseggir, og þaðan stafar
óvildin. En nú er sú barátta úli, og íhaldið verður
aðallega gegn eyðsluseggjum og bruðlunarmönnum.
Það er heldur ekki meining mín, að íhaldsflokkurinn
eigi að beita sér gegn hvers konar fjárframlögum.
Fjarri fer því. Ég tel mig eindreginn íhaldsmann á
fjármálasviðinu, en ætti ég atkvæði um það, þegar
járnbrautarmálið, væntanlega innan skamms, kemur
til umræðu á Aiþingi, þá mundi ég óhikað greiða
atkvæði með því, og það þótt stórlán þyrfti að taka
til þess, svo mikið framfara- og nauðsynjamál tel
ég það„
Eina ráðið til að komast úr þeim vandræðum,
sem nú vofa yfir, er að spara. Það gerir hver hygg-
inn bóndi, ef hann verður fyrir fjárskaða. Lán tekur
hann því aðeins, að hann geti fengið það á hag-
feldan hátt, með þolanlegum vöxtum og löugum af-
borgunarfresti. Fjóðin á að gera hið sama, spara
aðallega, en lána ekki fyr en í lengstu lög, og þá
því aðeins, að lánið sé hagfelt. Og það er mín
ályktun að endingu, bygð á alvarlegri rannsókn og
íhugun, að verði stjórn og þing nú ekki samtaka