Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 145
IÐUNN
Trú og sannanir
303
úr augunum á honum síðar um daginn, það sem
hann hafði verið að skrifa um morguninn, og segir,
að línurnar beri fyrir sig líkt og á kvikmynd. í
annað sinn sagði hún, hvað fram fór í öðru húsi
o. s. frv.
Eftir þessu og öðrum slíkum dæmum verða menn
nú að leggja niður þá skoðun, að miðlarnir veiði
einmilt það upp úr mönnum, sem sé efst á baugi í
huga þeirra í það og það sinnið. í*vert á móti; þeir
ná oft og einatt í það úr huga manna og undirvit-
und, sem þeir vilja dylja eða geta alls ekki munað.
Og meira að segja — og það er þó enn furðulegra
— þeir hlaupa stundum fram hjá þeim sem viðstadd-
ir eru, og eins og lesa í huga fjarstaddra manna,
skyldra eða vandalausra, sem þeir, sem viðstaddir
eru, hafa átt einhver mök við. Eitthvert átakanleg-
asta dæmi þessa er saga sú, sem hér fer á eftir.
Hún stafar frá Miss Dougall og er í öllum greinum
vel vottfest:
»Vinkona mín, sem við skulum kalla ungfrú A., fékk
einu sinni heimsókn af kunningjakonu sinni, sem við skul-
um kalla frú B. Ungfrú A. var pá alveg sokkin niður í
að hugsa um ýms atriði áhrifamikilla atburða, sem höfðu
átt sér stað í hennar eigin fjölskyldu; en hún nefndi ekki
atburði pessa á nafn við frú B., sem var ekki neinn trún-
aðarmaður hennar, enda kornu pessir atburðir henni ekk-
ert við persónulega. Á meðan pær voru að talast við, sagði
frú B., að hún væri á leiðinni til miðils, sem væri skygn.
Pegar ungfrú A. spurði hana að, pví hún væri að pessu,
svaraði hún, að miðill pessi hefði haft mátt til að sjá eins
og í sýn helzlu atburðina úr lifi sínu, og hefði hann pví
oft getað gefið sér hyggileg ráð um pað, hvernig benni
bæri helzt að haga sér bæði pá í svipinn og framvegis.
Frú B. kvaddi; en óðar en varði var hún aftur komin til
ungfrú A. á heimleið til pess að segja henni, að heimsókn
hennar hjá miðlinum að pessu sinni liefði valdið henni
vonbrigðum og verið árangurslaus. Miðillinn hefði að visu