Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 153
IÐUNN
Ritsjá.
311
því að lúta listareglum höf., og þó er hann þar viða altof
margmáll. Málalengingarnar uppi við fossinn hæfa t. d.
ekki sterkum og snöggum geðshræringum.
Pá er Ofríki endurminninganna. Aðdragandinn er
venjulegast langur i sögum Guðm.; kemur hann sér sjaldn-
ast beint að efninu og svo er hér. Sagan byrjar á ómerki-
legum endurminningum og dagdraumum sveitapilts, sem
nú er orðinn skrifstofuþjónn, og veit maður ekki lengi vel,
hvort sagan á að ræða um sjálfan hann eða annan, fj'rri
en hann fer að hlusta á ölværð bónda, þar sem hann
liggur drukkinn i slægjunum og fer að dylgja um hjónaband
sitt og löngu liðin atvik — þetta er öll »sagan«. Eða kann-
ske það eigi að lieita »ljóð í sundurlausu máli«?
Pá kemur lengsta og að vissu leyti merkasta »sagan«,
Húsvitjun. Par kennir margra grasa. Fyrst er nú það,
að þar mun 3. rcglunnar hafa verið gætt; ákveðnar per-
sónur virðast liafa setið fyrir; en- þó ekki nægilega vel
breitt yfir, svo að manni tinst sagan hel/.t til nærgöngul,
einkum prestskohunni, og það ekki að maklegleilcum, eftir
þvi sem menn frekast vita. Presti er aftur ljómandi vel
lýst, og hann fer nú i liúsvitjun á skíðum, svo að maður
væntir þess, að nú verði einhver sögugangurinn; en þetta
eru þá alt — sundurlausar myndir úr sveitalífinu og ýmiss-
konar »skraddara-þankar« yfir lífinu og tilverunni. Maður
grillir rétt i söguefni hér og þar, — manni er sýndur bit-
inn, en ekki gefinn. Sagan er eiginlega engin.
En það spaugilega kemur nú fyrir í upphafi þessarar
sögu, að G. F. fer að stunda »blekbyttu-iðnað«. Ilann fær
prestinum skrítna samfylgd, hina raestu kjaftakerlingu, sem
lætur »móðan mása« á sína visu og með sinu lagi mest
alla leiðina. Ógeðslegur er hann, söguburður þessarar
kvensniftar, og væri þar nóg söguefnið, ef hann væri sann-
ur, eða að minsta kosti efni i nokkra reiðilestra. En alt
fer i það, að láta prestinn ganga bæ frá bæ og hlusta á
ákúrur manna lyrir það, að hann liefir sagt brauðinu
lausu. Prestur kemur að Sporði og hlustar á skriftamál
konunnar þar, sem er nægt söguefni, en þar gerist engin
saga. Hann kemur að Haga og fær þar sina ofanígjöf, en
— engin gerist sagan. Pá ber prestinn að Hjalla og þar er