Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 91
IÐUNN
Georg Brandes áttræður.
249
ævintýrinu. En hann varð þó ekki fyrir byssukjöpt-
unum. Þá réðst hann á bæinn til kerlingar, þar sem
költurinn og hænan voru æðsta ráð og kancelli.
Hann gerðisi ritdómari og fór að feta i fótspor Hei-
bergs gamla, og fann þá að skáldritum eins og
»Brandi« og »Pétri Gaut«! En konum lét hvorki að
mala né verpa á þessa vísu, og því yfirgaf hann
bráðlega þessa stefnu. Á þessum árum mun hann
hafa farið að kynna sér franska ritskýrendur og
rithöfunda eins og St. Beuve, Taine og Renan og varð
heillaður af þeirra hætti.
Doktorsritgerð sína samdi hann um Taine og tók
nú líkt og hann að lita á höf. og ril þeirra sem
eðlilegar afleiðingar af meðfæddu eðli þeirra, innræti,
uppeldi og aldarhætti. Eins og jurtagróðurinn fer
eftir landslagi, loftslagi og veðurfari hvers lands, eius
er með andlega gróðurinn. Ritskýrendur ættu því
hvorki að dæma né fordæma, heldur að reyna að
skilja höf. og alt, sem að þeim stendur, og líta á
afkvæmi þeirra, ritin, sem skilgetin afkvæmi lundar-
fars, hugarfars og aldarfars. Bókmentirnar væru speg-
ill þjóðlifsins og tíðarandans, en þegar bezt léti, jarð-
vegur nýrra hugsjóna og uppspretlulindir nýrra and-
legra slrauma. En aðallega væru þær til þess ætlaðar
að fleyta’ þjóðunum með frjálsri hugsun og vaxandi
mannúð fram á vegi vísinda og verklegra framfara,
eins og heilla- og nytsemiskenningin enska kendi.
Ekki komu þessar skoðanir berlega í ljós hjá
Brandes fyr en eflir utanförina 1870—71, neyðarárið
mikla á Frakklandi, eftir að hann hafði kynst höfuð-
forkólfum þessara skoðana persónulega, þeim H.
Taine og Stuart Mill. En þegar eftir heimkomuna
um haustið 1871 byrjaði hann hina nafntoguðu fyrir-
lestra sína, er hann nefndi: y)Hovedstromninger i det
19. Aarhundredes Literatura, og þá lagði Brandes