Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 129
IÐUNN
Trú og sannanir.
287
árangurinn, nema þegar ullarvöndlum eða flóneli var
brugðið undir eða yflr glerið í hylkjunum, þá höfðu
strokurnar engin áhrif á þá líkamsparta, sem undir
dúkunum voru.
Þessar tilraunir virðast nú sýna, að eilthvert orku-
streymi eigi sér stað frá dávaldi til þess dáleidda,
að hann geti ýmist dregið orkuna og næmið úr sum-
um líkamspörtum þess dáleidda eða aukið það, en
þó þannig, að það aukist þá eða minki að sama
skapi í öðrum likamspörtum hans, ef maðurinn þá,
fyrir inegnar niðurstrokur, hnígur ekki i algert dá.
Dr. Alrutz hefir gert all-nákvæmar mælingar á því,
hversu næmi ýmissa skynfæra gerði ýmist að vaxa
eða minka frá því sem var í vöku. Bragðvísi manna
óx þannig í dáleiðslunni, að þeir urðu 2—5 sinnum
bragðnæmari en i vöku; lyktnæmi þeirra gat aukist
að sama skapi; þeir gátu orðið alt að 7 sinnum
næmari fyrir hita og kuldaáhrifum; snertiskynið gat
orðið alt að 10—12 sinnum fínna en i vöku; sjón-
skerpan og sjónvíddin alt að því helmingi meiri og
augun að lokum svo glögg á liti, að þau gátu grilt.
litbylgjur, sem menn annars ekki sjá i vöku (ullra-
rautt); og þó var það lang-merkilegast, hversu hreyfi-
skynið skerptist, því að ekki þurfti annað en benda
á einhvern vöðva eða sin til þess að viðkomandi
líkamspartur tæki að hvika. Þær tilraunir voru gerð-
ar af líífærafræðingi /anatomj, alveg óháð dr. Alrutz,
og nærri má geta, hvort sá dáleiddi vissi, hvort
heldur í vöka eða svefni, hvaða smávöðvi hreyfði
hvern fingur hans eða lið, svo að hughrif eru hér
alveg útilokuð.
Þessi fáu dæmi sýna nú, hversu næmið fyrir utan
að komandi áhrifum getur vaxið i dáleiðslunni og
þar af leiðandi i allri annari leiðslu og orðið að al-
veg óskiljanlegu ofnæmi. Rúmið leyfir ekki að skýrt
sé frekar eða nánar frá þessurn tilraunum. En þær