Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 101
IDCNN
Höfudrit Henriks lbsens.
259
að koma fram á sjónarsviðið. En — eru þeir svo
stæltir á svellinu, að þeir standist eldraun barátt-
unnar? Hafa þeir nokkra hugsjón og eru þeir henni
trúir inn í instu taug? Eða eru þeir bara sjálfum
sér nógir, sjálfbyrgingar, sem ekkert langar til að
taka sér fram? Gera þeir arinað en að guma af horf-
inni frægð? Eða eru þeir sjálfir að reyna að sækja
fram og drýgja nýja dáð? Þessum spurningum svar-
ar Ibsen á hinn andríkasta, en líkingarfylsta hátt
með því að gera Pétur Gaut að imynd Norðmanns-
ins eins og hann gerist og gengur nú á dögum. Og
hann heldur því fram, að Norðmaðurinn muni ekki
fá að lifa, nema hann fái ást á einhverri hugsjón,
einhverri Sólveigu, er hann reynist trúr og tryggur.
En — Pétur Gautur er maður, sem reynist ekki
einu sinni sjálfum sér trúr, þroskar ekki einu sinni
sjálfan sig, en verður að sjálfbyrging, sem er jafnan
sjálfum sér nógur, og þó um leið sá ódæma ræfill,
að hann ekur jafnan seglum eftir vindi, undir eins
og í harðbakkann slær. Af hverju er þessi efnilegi og
Jjómandi vel gefni piltur orðinn svona? Því svarar
sjálfl leikritið.
H. Pétur Gautur.
Pað er hægra sagt en gert að lýsa leikriti þessu
svo, að menn fái sæmilega hugmynd um það. En
það er þó bót í máli, að það er nú nýkomið út í
2. endurbættri, prýðilegri þýðingu eftir Einar skáld
Benediktsson, svo að ekki þarf annað en visa til
blaðsíðutalsins i þeirri útgáfu, þegar um lengri kafla
er að ræða1). Til þess að létta sér yfirlitið er réttast
að skifta leiknum í þá þrjá meginkafla, sem eðli-
legastir eru og leikritið gefur sjálft tilefni til, Jýsa
1) llenrik Ibsen: Pctur Gautur, leikrit i Ijóðum. Einav Denediktsson
þýddi. Kostnaðarm, Sip. Kristjánssoh. Rvk. — Fél.prentsm. — MCMXXII,