Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Qupperneq 84
242
A. H. B.
IÐUNN
gætum vér ef til vill sundrað hinum þyngstu frum-
eindum. Tilraunirnar styðja mjög eindregið þá tilgátu,
að kjarnar allra fiumefna séu orðnir til úr vatnsefnis-
eindinni i sambandi við positivar rafmagnseindir, og
þvi er hin gamla tilgáta Proust’s, að allar etn-
iseindir séu orðnar til úr vatnsefniseindum, réttlætt
upp á vissan mata. En sjálfur kjarninn er enn óþekt
svið, með því að öfl þau, er binda hluta hans sam-
an, eru á alt öðru stigi, ef ekki alt annars eðlis en
öfl þau, sem halda saman hinum ytri ratmagnseind-
um í efniseindinni«.
Pessar tilraunir Rutherfords með frumefnin og
sundrung þeirra þykja nú næst tilraunum þeim, sem
gerðar voru út af útreikningum Einsteins og lýst
var i síðasla hefti, merkustu tilraunirnar, sem gerðar
hafa verið á síðari árum og hafa þær óútreiknanlega
framtíðarmöguleika í sér fólgna.
Því að finnist ráð til þess að leysa upp frumefnin
alment, er tvent unnið við það: 1., það, að menn
geta þá farið að hagnýta sér þá óhemju orku, sem
bundin er í frumefnunum, og 2., það, að þá fer
draumur gullgerðarmanna að rætast, þá fara menn
að geta breytt einu frumefni í annað, t. d. blýi í
gull, eins og menn nú fyrir hina sjálfkrafa útgeislun
radí’isins eru komnir niður að blýi i efna-upplausn-
inni.
En — þetta á að likindum langt í land, því að
eins og Rutberford segir, eru tilraunir þessar enn
svo skamt á veg komnar, að jafnvel þótt öllu því
radíi, sem til er nú á heimsmarkaðinum, væri beitt
til þess, yrði frumefnasundrungin svo lítil, að ekki
væri unt að mæla hana á hina næmustu vog.
En — mjór er mikils vísir og mönnum hefir ef til
vill með þessu opnast leið lil hinna stórfeldustu mátt-
arverka vísindanna. /Á. H. B.j.