Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 143
8ÐUNN
Trú og sannanir.
301
búningi, — hún lét konuna bæði sjá og heyra mann
sinn, og þetta sannfærði hana. En fyrir bragðið
sigraði hamingjuhvötin og friður komst á í sál kon-
unnar: það horfna var um garð gengið; henni fanst
hún nú vera orðin algerlega frjáls, eiga með sig að
öllu leyti sjálf. En mundi hún ekki hafa trúað þv{
statl og stöðugt, að hún hefði séð mann sinn og
talað við hann, ef Dr. Prince hefði ekki grafið fyrir
rætur þessarar vitrunar? —
■6. Fjarvísi. Dæmi f'á dr. W. Prince og IVIiss Dougall.
Þá komum við að markverðum eiginleika, er stund-
um kemur fyrir bæði í miðilsleiðslu og annarlegu
ástandi. Er það fjarvísin, sem er í ætt við fjar-
hrifin. En það eru aðallega þau fyrirbrigði, sem
valdið hafa því, að ýinsir hafa bneigst að andatrú
nú á síðari árum. Fyrirbrigði þessi lýsa sér í því,
að maður, sem er í hálfgerðri eða algerðri Ieiðsiu,
virðist slundum eins og geta lesið í huga annara,
nærsladdra eða fjarstaddra, og þá oft ekki það, sem
er efst á baugi í huga þeirra, heldur einmitt það,
sem býr undirniðri i dulminni þeirra, eða þá bein-
iinis það, sem þeir gera sér far um að dylja.
Þetta er það, sem glapið hefir dómgreind bæði
bérlendra og erlendra manna, að nokkur skuli geta
orðið þess áskynja, sem leyndast er í brjóstum ann-
ara, það sem þeir annaðhvoit vilja dylja eða geta
sjálfir ekki munað og vila ef til vill ekkert um. Menn,
sem þetta hafa reynt, geta auðvitað svarið sig og
sárt við lagt, að miðlarnir hafi ekki haft vitn-
eskju þessa frá sér, þeim hafi sem sé hvorki dottið
í hug né hjarta, það sem miðillinn hafi sagt; þeir
hafi meira að segja ekkert um það vitað. Og því
íinst þeim sennilegasta lausnin á ráðgátunni, að þetta
sé opinberun frá öðrum heimi, að »andarnir« hafi
sagt það! En menn þessir ráða eina gátuna með