Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 37
IÐUNN
Sveitalif á íslandi.
195
herða ljáinn, en undir því var bitið mikið komið,
að Ijárinn væri með réttri herzlu. Fyrst þegar ég man
eftir, voru öll orf einhæluð, — enginn neðri hællinn;
sumir höfðu ljábönd með fleygum í stað hólka, til
að festa ljáinn í orfið. Alt var þetta stirðlegra og
seinlegra í vöfunum heldur en verkfæri þau, sem nú
tíðkast, og stafar það óefað frá því, að minni hey
munu venjulega hafa fengist eftir manninn en nú,
og mun þó áframhald, áhugi og iðni., ekki hafa verið
á lægra stigi. Sjálfsagt er líka jarðabótunum, sem
gerðar hafa verið síðan, bæði á túnum og engjum,
mjög mikið að þakka, hvað heyfengur hefir aukist.
Ekki sáust tindar í hrífum úr öðru en birki austan
úr skógi og entust þeir ekki vel. Flestar voru hrif-
urnar klóarlausar. Ef óþurkar gengu, var venjulega
rakað í smádríli, en ekkf í flekki; þótti það fljótara
í þurk, og siður hætt við skemdum, ef lengi lág.
Mikið var bundið votaband heim á tún, ef þurkvöllur
var ekki góður á enginu. Yfirleitt voru menn vand-
látir með heyþurk, — vandlátari en margir nú á
dögum. Alsiöa var að fanga og garöa hálfþurkað hey.
Heyband var haft stórt, einkum töðuband; gengu
tveir karlmenn að því að pina reipin saman, en
kvenmaður lá á bagganum. Aldrei voru ætlaðir meira
en 25 hestar handa kú, og mun það hafa enzt eins
vel og 30—35 hestar nú. Ætíð bundu tveir karlmenn
og einn kvenmaður sama baggann. Þó sá ég sunn-
lenzka kaupamenn binda eina, og þótti mönnum það
býsn mikil, sem karlmenn hér vildu ekki reyna.
Bindingsmenn jöfnuðu böggum vel saman á hestana
og létu reiðver fara vel á þeiin; aldrei sást taumur
bundinn nm boga, en ætið bundið f taglið. Ýmist
var hey sett i bólstra eða sátur, þó oftar í sátur og
þá bundið fljótt. Aldrei man ég eftir, að tún væru
tvislegin, en kúm var hleypt snemma á þau.
Haustverkin lágu mest i því að búa um heyin, —