Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 61
IÐUNN
íslenzkir iistamenn.
219
meö jafnaðargeði. I'jármuni mun ég ekki uppskera; en svo
lengi sem ég get unnið mér inn 14 krónur á mánuði í
leigu fyrir herbergiskytruna mína, er ég ánægður, því að
ekki er líklegt, að menn deyi úr hor á okkar fremur kalda,
en dýrðlega landi, íslandi,
íslenzka ríkið heflr nú veilt mér olurlitla upphæð til
þess að flytja lieim fyrir lislaverk mín — öll þau verk,
sem ég hefi búið til á undanförnum árum. Sem stendur
eru þau öll geymd í Iíaupmannahöfn, en ég hefl ekki lengur
efni á að borga leiguna fyrir þau. Alt, sem ekki er sell,
verður nú eign islenzka rikisins, að því tilskildu, að landar
minir komi upp húsi yfir það. En þetta er meinið; þar er
engin slík bygging til, og það tekur eitt og ef til vill tíu ár
að koma henni upp. f*að er ekki létt að vera listamaður í
fátæku landi, sem liefir ekki einu sinni efni á að koma
upp listasafni. Pó er ég nú feginn því, að verk mín verða
llutt heim, jafnvel þótt þau um tíma verði að hafa aðsetur
sitt i kössunum, sem þau verða send í. Nátturlega þætti
mér vænt um að geta selt eitthvað af verkum mínum ytra,
ckki vegna peninganna, heldur af því að mig langar til, að
aðrir en landar minir kjmnist þeim. En það er auðvitað
af því, að ég fer minar eigin leiðir, að ég get ekki selt
verk mín; og vissulega mun ísland ekki selja þau, eftir að
ég er dauður.
Undariegt er að sjá svo að segja alla listamenn bundna
á einn og sama strenginn. lin eftir mínu viti cr ekkert
jafn-hættulegt listinni og erfðavenjan. Ég hefl dvalið í
ítaliu, Ungverjalandi, Austurriki, Bæheimi, Pýzkalandi,
Englandi og Danmörku og hefl virt fyrir mér mörg lista-
söfn í löndum þessum. En alstaðar hefl ég séð þetta sama,
þessa erfðavenju og listatízku, sem alt af gengur aftur og
háir þeim öllum og sezt eins og drepandi slím [eða sótt-
næmi] á alla unga list. Að eins þeir — eða því sem næst
þeir einir — sem fara hinar troðnu brautir, hljóta viður-
kenningu. Menn kaupa að eins það, sem þeim er áður
kunnugt; við því er auðvitað ekkert að segja, því að menn
kaupa einungis það, sem þeir geta notið — það er að
segja, það sem þeir eru vanir við — gömlu hugsjónirnar
og þá venjulegast gamlar hugsjónir í gömlurn búningi.